Gimli fasteignasala og Ólafur B Blöndal löggiltur fasteignasali kynna:
FLÚÐIR - LÓÐIR
SUMARHÚSALÓÐIR / EIGNARLÓÐIR - STUTT FRÁ FLÚÐUM Í HRUNAMANNAHREPPI
"UPPSALIR" Einstaklega vel staðsettar útsýnislóðir ca. 3,5 km vestan við Flúðir úr landi Efra Langholts.
Um er að ræða alls 10 lóðir ca 1,0 hektari til 1,1 hektari að stærð.
Einstakt útsýni er í allar áttir og má þar nefna, Langjökul, Jarlhettur, Bláfell og fl.
Lóðirnar eru þannig staðsettar að þær njóta sólar allan daginn.
Það sem gerir staðsetningu þessara frístundalóða einstaka er nálægðin við náttúruperlur og útivistarsvæði. Má þar nefna rómaðar gönguleiðir á Miðfell, Langholtsfjall og fleiri svæði. Stutt er í alla þjónustu inn á Flúðir, verslun, veitingastaðir, sundlaug og 18 holu golfvöllur í Seli. Flúðir er mikið jarðhita og ylræktarsvæði enda nóg af heitu vatni, sundlaug á Flúðum og hin rómaða Gamla laug ásamt Hrunalaug og fl. Stutt er í hestaleigu í Syðra Langholti og tvær rómaðar laxveiðiár, Stóra- og Litla Laxá. Óhætt er að segja að flestir geta fundið sér eitthvað til hæfis á þessu fallega og gróðursæla svæði sem þekkt er fyrir mikla veðursæld. Aðeins rúml. 1 klst. akstur frá höfuðborginni.
NÁNARI LÝSING:
Heildarstærð skipulagssvæðisins er 11,4 hektarar og er úr hluta jarðarinnar Efra Langholt. Um er að ræða grösugt,þurrlendi, mói og tún í um 80 mtr.yfir sjávar máli.
Heimilt er að byggja á hverri lóð sumarhús og að auki gestahús, geymslu og gróðurhús.
Heildarbyggingarmagn er ca. 300 fm á hverri lóð og er þar af hámark 40 fm í geymslu og eða t.d. gestahúsi .
Hámarkshæð húsa er frá 4,5 mtr - 6,0 mtr. fer eftir gerð þaks,
Lóðirnar tengjjast vatnsveitu Hrunamannahrepps og hitaveitu Flúða.
Gert er ráð fyrir að hver og einn setji niður rotþró fyrir sína lóð en landið er þurrt mólendi með malarundirlagi sem hentar vel til siturbeðagerðar á hverri lóð en þær halla allar mót norðvestri.
Aðkoma að er frá Langholtsvegi og verður lóðunum skilað með frágengnum vegi, vatni og rafmagni að lóðarmörkum.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Björn Blöndal Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, í síma milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga. 6900811, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til olafur@gimli.is
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.