Fasteignaleitin
Skráð 21. jan. 2025
Deila eign
Deila

Þorrasalir 5-7

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
95.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
73.900.000 kr.
Fermetraverð
773.822 kr./m2
Fasteignamat
73.950.000 kr.
Brunabótamat
53.580.000 kr.
Mynd af Þórdís Davíðsdóttir
Þórdís Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, og skipasali.
Byggt 2013
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2325470
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
6
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
6
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Vestur - 9 m2
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Vaskaborð í þvottahúsi er lélegt. Rispa er í parketi á einum stað eftir mublu en auka pakkning af parketi fylgir með eigninni.
Kvöð / kvaðir
Kvöð um fjölda bílastæða á lóð (sjá stofnskjal lóðar 437-S-003031/2006 og mæliblað dags. 19.07.2006).  Almenn kvöð um hverskonar lagnir bæjarsjóðs, eða stofnana hans, sem þörf er á (sjá lóðarleigusamning skjal 437-S-002768/2009). Kvöð um að sérafnotareitur fylgi ákveðnum íbúðum, að innkeyrsla að lóð 1-3 & 5-7 sé sameiginleg og skv. lóðarleigusamningi (sjá Eignaskiptayfirlýsingu 437-A-001462/2012). Kvöð um breytingu á stærð sérafnotareita (sjá viðauka við eignaskiptayfirlýsingu 441-A-012024/2018). 
RE/MAX ásamt ÞÓRDÍS DAVÍÐS, lgf & SALVÖR DAVÍÐS, lgf kynna:
Fallega og bjarta 95,5 fm þriggja herbergja íbúð á 3. hæð með útsýni af svölum í góðu lyftuhúsi og með sérstæði í bílageymslu á þessum vinsæla stað í Kópavogi.

Þvottahús er innan íbúðar. Myndavéladyrasími. Vestur svalir með fallegu útsýni yfir golfvöllinn af svölum.
Leirdalsvöllur er rétt við húsið og einnig er stutt í fallegar gönguleiðir. Nýlegt harðparket. - 
Húsið var málað að utan sumarið 2022.
 
Nánari lýsing:
Eignin er skráð 95,5 fm hjá Þjóðskrá Íslands og saman stendur af forstofu, eldhúsi, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi innan íbúðar og góðum suðvestursvölum. Sérgeymsla íbúðar 8,5 fm er í sameign á 1. hæð (jarðhæð) ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.  Eigninni fylgir sérmerkt stæði sérlega vel staðsett í lokaðri, kaldri bílageymslu.
Fjölbýlið er sex hæða lyftuhús og fer lyftan frá neðstu hæð (1. hæð) og upp á efstu hæð (6. hæð). Íbúðin er á 3. hæð með sér inngangi af svölum.
Tveir inngangar eru í húsið og er myndavéladyrasími við báða innganga. Annar af bílastæði sem er á 2. hæð en hinn er í og úr bílageymslu sem er á 1. hæð (jarðhæð).

Allar nánari upplýsingar veitir:
  Þórdís Davíðs, lgf., í síma 862-1914  eða á thordis@remax.is
  Salvör Davíðs, lgf., í síma 844-1421 eða á salvor@remax.is

Forstofa: Sérinngangur af svölum. Rúmgóð með opnanlegum glugga, dökkum flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Þvottahús: Sér þvottahús er rétt við forstofu (innan íbúðar) með tengi fyrir þvottavél, flísum á gólfi, hillu, vask og vaskaborði
Alrými: Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í opnu og björtu rými og úr stofu er útgengt á góðar vestursvalir með fallegu útsýni yfir golfvöllinn til suðurs og vesturs.  
Eldhús: Falleg L-laga innrétting með efri skápum og tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með dökkum flísum á gólfi og ljósum flísum á veggjum, fínni viðar innréttingu, handklæðaofn og baðkari er með sturtuaðstöðu.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með góðum fataskápum.
Barnaherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum.
Gólfefni íbúðar: Harðparket (ca 4ára) og flísar.
Hurðar: Yfirfelldar eikarhurðar. Myndavéladyrasími er í eigninni.
Geymsla: Í sameign á 1. hæð er sérgeymsla (merkt 01-0133 - 8,5 fm) sem fylgir íbúðinni.
Bílageymsla: Stæði í lokaðri en kaldri bílageymslu (merkt 01-B15) fylgir íbúðinni er það sérlega vel staðsett sbr. inn- og útkeyrslu úr bílageymslu. Bílageymslan er staðsett á 1. hæðinni og fer lyftan niður á 1. hæð. 16 Ampera rafmagnstengill er við bílastæði íbúðar.
Sameign: Öll hin snyrtilegasta á öllum hæðum og er með geymslugöngum, sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu og bílageymslu. Myndavéladyrasími er í sameign á 1. hæð og 2. hæð.

Allar nánari upplýsingar á milli kl. 10:00 og 18:00 alla virka daga veita:
   Þórdís Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 862-1914  eða á netfangið thordis@remax.is
   Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. sjá nánari upplýsingar um gjaldskrá á heimasíðu lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
ERTU í fasteignahugleiðingum? Við kíkjum til þín í spjall !

Við höfum starfað við fasteignasölu í yfir áratug.
Við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá okkur færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag!
- Þórdís Björk Davíðsdóttir, lgf í síma 862-1914 eða thordis@remax.is
- Salvör Þóra Davíðsdóttir, lgf í síma 
844-1421 eða salvor@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/11/201839.750.000 kr.43.500.000 kr.95.5 m2455.497 kr.
18/12/201311.500.000 kr.24.000.000 kr.95.5 m2251.308 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2013
Fasteignanúmer
2325470
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B1
Númer eignar
5
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
5.480.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Gullsmári 4
Opið hús:22. jan. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Gullsmári 4
Gullsmári 4
201 Kópavogur
86.1 m2
Fjölbýlishús
413
870 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Fífulind 9
Skoða eignina Fífulind 9
Fífulind 9
201 Kópavogur
89 m2
Fjölbýlishús
312
830 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Núpalind 6
Skoða eignina Núpalind 6
Núpalind 6
201 Kópavogur
93.8 m2
Fjölbýlishús
312
799 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Jötunsalir 2
Bílskúr
Skoða eignina Jötunsalir 2
Jötunsalir 2
201 Kópavogur
99.7 m2
Fjölbýlishús
312
751 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin