Erling Proppé lgf. & Remax kynna fallega mikið uppgerða 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérafnotareit.
-//- Eignin var mikið endurnýjuð 2022
-//- Nýleg innrétting í eldhúsi ásamt raftækjum
-//- Baðherbergi endurnýjað á fallegan máta
-//- Þvottahús endurnýjað
-//- Innihurðir endurnýjaðar
Allar frekari upplýsingar: Erling Proppé lgf. // 690-1300 // erling@remax.isHúsið var steypt árið 1995 og klætt að utan með steni klæðningu. Skv. Fasteignamati ríkisins er heildarstærð eignarinnar 68 m².
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðkrók, stofu, eitt svefnherbergi, baðherbergi og geymslu/þvottahús.
Nánari lýsing:Forstofa er með fataskáp.
Eldhús er með nýlegri eldhúsinnréttingu og raftækjum frá AEG sem telja bakarofn, spanhelluborði, innbyggðum örbylgjuofni, innbyggðri uppþvottavél og samsung ísskáp.
Borðstofa er við útgengi út á verönd sem snýr í suðvestur, fallegir gluggar gefa mikla birtu.
Stofa er rúmgóð og björt.
Svefnherbergi er rúmgott með með stórum fataskápum.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað, flísalagðir veggir og innréttingar frá Innréttingar og tæki í Ármúlanum. Falleg sturta með glerskilrúmi. Fallegur krómaður handklæðaofn. Spegill með baklýsingu. Fallegt baðherbergi.
Þvottahús/geymsla er einnig nýlega endurnýjað, góð innrétting með góðu skápaplássi, innrétting fyrir þvottavél og þurrkara með skolvask þar við hliðin á. Þvottasnúrur í lofti.
Sameiginleg geymsla er á jarðhæð.
Garður er gróinn og næg bílastæði eru við eignina.Leikskólinn Hulduheimar, Sunnulækjarskóli og Fjölbrautaskóli suðurlands eru allir í göngufæri við eignina.Hér er um að ræða fallega eign á jarðhæð sem hefur verið endurnýjuð að miklu leiti. Frítt skuldbindingarlaust verðmat - Smelltu hér ! Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Erling Proppé lgf // 690-1300 // erling@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.