Fasteignaleitin
Skráð 21. mars 2024
Deila eign
Deila

Viðarás 21

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
182.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
Verð
126.900.000 kr.
Fermetraverð
694.201 kr./m2
Fasteignamat
112.800.000 kr.
Brunabótamat
88.400.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1999
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2241826_5
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Frá því að húsið var byggt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðurs
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Opið hús - Viðarás 21 Reykjavík - þriðjudaginn 30. apríl klukkan 16:30 - 17:00

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt, vel skipulagt og bjart 182,8 fermetra parhús á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum við Viðarás 21 í Reykjavík. Eignin skiptist í 158,2 fermetra íbúðarrými og 24,6 fermetra innbyggðan bílskúr. Um er að ræða frábært fjölskylduhús með þremur svefnherbergjum, þvottaherbergi og tveimur baðherbergjum (sturta á neðri hæð og baðkar á efri hæð). Stórt alrými og rúmgott eldhús með borðplássi. Fallegt gegnheilt niðurlímt parket er á alrýmum og herbergjum.

Komið er inn í rúmgóða forstofu á neðri hæð með miklu skápaplássi. Inngengt er í bílskúr frá forstofu og auk þess eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi á neðri hæð. Gengið er upp fallegan steyptan stiga með parketi á efri hæð með gluggum til vesturs og norðurs. Á efri hæð er komið í rúmgott hol/gang með parketi á gólfi og útgengi á rúmgóða viðverönd til norðvesturs. Stofa er rúmgóð með aukinni lofthæð og rúmar vel setustofu og borðstofu. Stórir gluggar til suðurs með afar glæsilegu útsýni að Bláfjallahryggnum, Hengilsvæðinu og víðar. Góðar svalir til suðurs frá stofum með miklu útsýni. Rúmgott eldhús með góðu skápa- og vinnuplássi. Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og aðal baðherbergi.

Lóðin er virkilega falleg með hellulögðum stéttum fyrir framan hús með snjóbræðslu. Planið rúmar vel fjórar bifreiðar. Viðarverönd í bakgarði þar sem kvöldsólinni nýtur við seinni hluta dagsins.

Frábær staðsetning þar sem leikskólarnir Rauðaborg og Árborg eru í göngufjarlægð ásamt Árbæjarskóla. Stutt er í íþróttasvæði Fylkis og Árbæjarsundlaug. Stutt í verslun og þjónustu og afar fallegar göngu- og hjólaleiðir um Elliðaárdalinn, Rauðavatn og Heiðmörk.

 
Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum skápum sem ná upp í loft. Inngeng í bílskúr frá forstofu.
Gangur: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi og skápum. Gluggar til suðurs og vesturs. Í dag er opið á milli svefnherbergis I og svefnherbergi II en auðvelt er að loka því aftur.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi og skápum. Gluggi til vesturs.
Baðherbergi I: Með flísum á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með glerþili, innrétting við vask og handklæðaofn.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi. Mikið skápapláss og mjög gott vinnurými. Vinnuborð og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Lítil aukageymsla er staðsett undir stiga milli hæða.

Efri hæð: Steyptur parketlagður stigi með fallegri gluggasetningu. Gluggar til vesturs og norðurs.
Gangur/hol: Með parketi á gólfi. Mikil lofthæð með innfelldri lýsingu í loftum. Útgengi í bakgarð frá holi/gangi.
Verönd: Er í bakgarði til norðvesturs þar sem kvöldsólin nýtur sín seinnipartinn og fram á kvöld.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og aukinni lofthæð. Innfelld lýsing í loftum. Útgengi á svalir og gluggar til suðurs. Glæsilegt útsýni til fjalla.
Svalir: Eru rúmgóðar til suðurs með fallegu útsýni.
Eldhús: Með flísum á gólfi og fallegri viðar eldhúsinnréttingu frá Brúnás. Gorenje bakaraofn og Electrolux keramik helluborð. Innbyggður kæliskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél. Stál háfur frá Eirvík. Stór gluggi til vesturs, flísar á milli skápa. Aukin lofthæð og innfelld lýsing í loftum. Góður borðkrókur.

Bílskúr: Er 24,6 fermetrar að stærð með flísalögðu bílskúrsgólfi. Innrétting með vask og skápar. Heitt og kalt vatn. Inngengt í bílskúr frá forstofu.
Geymsla: Er staðsett inn af bílskúr. Flísar á gólfi og hillur.

Um er að ræða frábæra staðsetningu í fjölskylduvænu hverfi í Ásunum í Árbæ þar sem útsýnis nýtur frá húsinu til suðurs. Fallegar göngu- og hjólastígar um hverfið, við Heiðmörk, Rauðavatn og niður Elliðaárdalinn.  

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lindarvað 1
Bílskúr
Skoða eignina Lindarvað 1
Lindarvað 1
110 Reykjavík
177.2 m2
Fjölbýlishús
413
716 þ.kr./m2
126.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 143
Skoða eignina Hraunbær 143
Hraunbær 143
110 Reykjavík
169 m2
Raðhús
624
680 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Skoða eignina Hábær 40
Bílskúr
Skoða eignina Hábær 40
Hábær 40
110 Reykjavík
180.7 m2
Einbýlishús
413
647 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Skoða eignina Lækjarvað 11
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Lækjarvað 11
Lækjarvað 11
110 Reykjavík
170.9 m2
Hæð
413
731 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache