Eignin seldist á fyrsta opna húsi en kaupandi fékk ekki fjármögnun.
Miklaborg kynnir: Vel skipulögð mikið endurnýjuð íbúð með sérinngangi á efri hæð í klæddu timburhúsi á góðum stað við Samtún í Reykjavík.
Íbúðinni hefur verið breytt frá upphaflegri teikningu og er í dag stofa og opið eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og lítil geymsla innan íbúðar. Einnig er óskráð geymsluris.
Góður garður er bakvið húsið. Íbúðin er laus við kaupsamningsgerð.
Nánari upplýsingar: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fast. vidar@miklaborg.is. 694-1401.
Nánari lýsing: Flísalagt hol. Nýlegt baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni. Tengt fyrir þvottavél á baði.
Eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum frá Ikea. Opið í stofu.
Tvö svefnherbergi, skápar í öðru.
Lítil geymsla er innan íbúðar og auk þess er geymsluris. Gólfefni íbuðar er nýlegt harðparket.
Upplýsingar seljanda:
Nýtt þak og rennur. Íbúðin er ný glerjuð og skipt um ytri pósta. Allt parket og listar eru nýir.
Nýleg (ca. 5 ára) hurð í hjónaherbergi. Tvöfaldur fataskápur með spegla rennihurðum er nýlegur.
Ný borðplata á eldhúsinnréttingu, og skápur undir vaski, ný plata á uppþvottavél, og hliðarplata við ísskáp.
Annað í eldhúsi er ca. 5 ára, þ.e. skápar yfir borðstofu, bakaraofn, span helluborð, vaskur, blöndunartæki o.fl.
Eldhús var áður í litla svefnherberginu. Ekki sótt um breytingar en pípulagnir allar unnar af löggiltum pípulagningarmanni. Uppþvottavélin fylgir. Rafmagn nýtt í öllu sem snýr að eldhúsi og ný rafmagnstafla.
Baðherbergi . endurnýjað fyrir ca. 5 árum og nýjar neysluvatnslagnir. Skolp er allt endurnýjað.
Frábær kaup: Eign með tveimur svefnherbergjum á góðum stað í 105 Reykjavík.
Nánari upplýsingar: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fast. vidar@miklaborg.is. 6941401.
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 13/11/2025 | 39.000.000 kr. | 45.000.000 kr. | 39.7 m2 | 1.133.501 kr. | Já |
| 03/03/2008 | 10.100.000 kr. | 7.000.000 kr. | 39.7 m2 | 176.322 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
105 | 48.1 | 46,9 | ||
111 | 56.7 | 45,9 | ||
111 | 59.1 | 47,5 | ||
101 | 42.6 | 44,9 | ||
110 | 56.8 | 44,9 |