Fasteignaleitin
Skráð 2. des. 2025
Deila eign
Deila

Laugargerðisskóli, Eyja- og Miklaholtshreppi

Jörð/LóðVesturland/Borgarnes-342
2665.5 m2
Verð
225.000.000 kr.
Fermetraverð
84.412 kr./m2
Fasteignamat
146.000 kr.
Brunabótamat
1.053.000.000 kr.
Mynd af Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson
hrl. og lögg. fasteignasali
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2113073
Húsgerð
Jörð/Lóð
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
4
Vatnslagnir
Endurn. að hluta
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
þarfnast endurnýjunar
Þak
Þarfnast viðhalds
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Tvennar svalir af sameign
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita, eigin veita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sjá nánar í lýsingu, komið er að miklu viðhaldi á eignunum, einkum hið ytra, þök, veggir, gluggar.  Sjá nánar fyrirliggjandi skoðunarskýrslu byggingarfulltrúa.
Fasteignasalan Miðborg kynnir eignina Laugargerðisskóli, Eyja- og Miklaholtshreppi nánar tiltekið eign með fasteignanúmer F2113073 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi 24,6 ha. eignarland og heitavatnsréttindi.

Um er að ræða nokkrar fasteignir, alls 2.665,5 fm., sem byggðar eru á árunum 1963-2002 og standa á 24,6 ha. eignarlandi.  Því til viðbótar er 314 rúmmetra úti-sundlaug á staðnum, upphaflega byggð árið 1945, en hún hefur verið endurbætt og aðstaðan stækkuð á liðnum árum. Heildarfasteignamat eignanna er kr. 292.032.000,- en brunabótamat kr. 1.053.000.000,. 

Nánar tiltekið er um eftirfarandi fasteignir og matshluta að ræða:
Mhl. 00: Jörð í byggð 24,6 ha. Fasteignamat er kr. 146.000,-
Jörð í byggð, 24,6 ha. Fasteignamat ræktunar þess hluta landsins sem ræktaður er (4,0 ha) er kr. 336.000. Landið er fremur flatt og gróið. Lóð skólans er ræktuð og á henni eru leiktæki og svokallaður KSÍ sparkvöllur. Góð aðkoma að skólanum og ágæt malarborin bílastæði og hellulagðar stéttar við aðkomuhurðir. Heitavatnsréttindi eignarinnar eru ekki metin sérstaklega til fasteignamats.

Mhl. 02: Skóli, heimavist og 3 íbúðir í einni byggingu, byggt 1963, alls 1.842,7 fm. Fasteignamat þessa matshluta er samtals kr. 222.410.000,-
Um er að ræða skóla, heimavist og þrjár íbúðir í einni steinsteyptri byggingu, sem byggð var árið 1963, alls 1.842,7 fm. Byggingin er kjallari og þrjár hæðir og aðalinngangur á 1. hæð. Hæðir eru alllar samtengdar með stigahúsi.
Á aðalhæð (742,3 fm) er kennarastofa, skrifstofa skólastjóra, bókasafn, gangar, hol, snyrtingar, kennslustofur, geymslur, matsalur, eldhús, þvottahús, kælir og frystir. Gólfefni eru parket, dúkar, teppi og flísar. Hluti skólastofa er skiptanlegur með rennihurð og hluti þeirra hefur verið tekinn undir rekstur leikslóla. Eldri tæki eru í eldhúsi. Að sögn hafa frárennslislagnir verið endurnýjaðar að hluta og vatns- og ofnalagnir fyrir ca. 10 árum að hluta. Kælir er óvirkur. Í kjallara (400,9 fm.) eru hol, gangar, geymslur, þvottahús, snyrtingar inntaksrými, skólastofur kælar og frystar. Einnig inntaksrými fyrir vatn og rafmagn. Gólfefni eru dúkar, flísar og parket. Innangengt er í kjallara um stigahús og einnig er útgangur úr kjallara á útitröppur. Talsverð raka- og mygluummerki eru í kjallara, sérstaklega í kælirýmum sem staðið hafa ónotuð í nokkur ár.
Á 2. hæð er heimavist (186,4 fm.) með 7 svefnherbergjum með vaski, snyrtingar með sturtu og herbergjagangur. Búið er að útbúa litla íbúð með snyrtingu úr tveimur herbergjum. Útgangur á svalir úr holi við stigahús. Þar er einnig séríbúð (61,7 fm.) að mestu í upprunalegu horfi og einnig 132,5 fm. íbúð með þremur svefnherbergjum í upprunalegu horfi.
Á 3. hæð er heimavist (186,4 fm.) með 7 svefnherbergjum með vaski, snyrtingar með sturtu og herbergjagangur. Útgangur á svalir úr holi við stigahús. Þar er einnig séríbúð 132,5 fm. með þremur svefnherbergjum og arni, að mestu í upprunalegu horfi. Álman sem heimavistin er í er í lélegu ástandi vegna langvarandi þakleka frá flötu þaki, sérstaklega 3. hæðin en þar er mikil mygla og þakklæðningar eru fallnar úr loftunum eða lafa niður vegna raka og bleytu. Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í endurbætur, lagfæringar og viðhald á álmunni, sem auk þess er í lélegu ástandi hið ytra, málning tekin að flagna af veggjum vegna raka í steypunni.
Íbúðirnar sem að framan er getið eru hins vegar í öðrum hluta byggingarinnar, þar sem þak er hallandi (valmaþak) og auk þess var skipt um þakjárn á þeim hluta fyrir nokkrum árum. Að öðru leyti vísast um ástand matshlutans til skýrslu byggingarfulltrúa um ástand og tillögur að viðgerðum í kjölfar skoðunar hans í október 2022, en þar er rakið að viðhaldi hússins hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil og lagðar til aðgerðir til úrbóta.

Mhl. 07: Sundlaug, 314 rúmmetrar, upphaflega byggð 1945. Fasteignamat er kr. 3.850.000,-
Mhl. 12: Búningsaðstöðuhús við sundlaug, 77,3 fm. byggt 2002. Fasteignamat er kr. 8.240.000,- 
Um er að ræða ágæta sundlaug, skráð 314 m3 byggð upphaflega 1945, ásamt 77,3 fm. búningsaðstöðu- og aðstöðuhúss sem byggt var árið 2002. Sundlaugin hefur verið í ágætu viðhaldi, er lögð nútíma efnum og nýleg verönd (nokkurra ára) hefur verið byggð í kringum hana, með heitum potti.

Mhl. 08: Íþróttahús byggt árið 1982, 617,2 fm.  Fasteignamat er kr. 46.150.000,-
Um er að ræða 617,2 fm. íþróttahús byggt árið 1982, með tilheyrandi stoðrýmum (fordyri, þjónusturými, eldhúsi, snyrtingum, búningsaðstöðu, baðaðstöðu, þvottahúsi og geymslum). Ágætur íþróttasalur með góðri lofthæð, merktu gólfi, mörkum, körfuboltakörfum og öðrum fylgibúnaði skóla-íþróttahúsa. Húsið er steniklætt hið ytra og virðist við einfalda skoðun í þokkalegu ástandi m.t.t. aldurs og uppruna, en ljóst er að viðhaldi hefur lítið verið sinnt á liðnum árum.  Þakrennur eru ónýtar.  Járn á lægra þaki var endurnýjað fyrir nokkrum árum.

Mhl.09: Skóli – viðbygging, byggt 1975, 128,3 fm. Fasteignamat er kr. 10.900.000,-
Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu úr timbri sem reist var árið 1975, 128,3 fm. Tengibyggingin tengist gangi á 1. hæð og tengir saman timburhús með tveimur skólastofum við eldra húsið. Ástand þessa hluta mannvirkisins er afar bágborið og þarfnast gagngerra endurbóta ef á að nýta það árfam.

Skólahald var lagt af í byggingunum fyrir nokkrum árum og komið er að talsverðu viðhaldi eignanna, bæði hið ytra og hið innra.  Ástand þaks og ytra byrðis á heimavistarhluta er sérlega lélegt og þar hefur myndast mygla á liðnum árum. Þakjárn hefur að hluta verið endurnýjað á skólabyggingu og íþróttahúsi fyrir nokkrum árum. Þá er komið að endurnýjun glugga og glers allvíða og hafa verið keyptir plastgluggar í hluta byggingarinnar, sem fylgja með óísettir.  Sparkvöllur og leikvöllur eru á skólalóðinni. 

Til er úttektarskýrsla byggingarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps sem gerð var í kjölfar skoðunar á skólahúsnæðinu í október 2022, þar sem lagðar eru til viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði bygginganna (þök, veggir, gluggar), áður en ráðist yrði í viðhald og endurbætur hið innra.  Skorað er á væntanlega kaupendur að skoða eignina rækilega m.t.t. ofangreindra upplýsinga og leita sér sérfræðiaðstoðar við skoðun og mat á einstaka byggingarhlutum.

Land- og hitaréttindi:
Með afsali dags. 9. júlí 1967 seldi oddviti Eyjahrepps og afsalaði 25 ha. lands úr jörðinni Hrossholti til Laugagerðisskóla (þ.m.t. 5 ha sem tilteknir voru í afsali frá 1961). Tekið er fram að landinu fylgi öll hitaréttindi sem í því eru og finnast kunni við borun. Þá var gerður samningur við Þórð Thors, eiganda Kolviðarness í Eyjahreppi 15. mars 1963, þar sem Þórður afsalaði til skólans 1,25 l/sek úr Kolviðarneslaug, skólanum til fullrar eignar og frjálsra afnota. Þá er skólanum heimil borun á hitasvæðinu með þeim skilmálum, að borunin sé að fullu á kostnað skólans og að fáist fullnægjandi árangur af borun, skuli skólinn greiða fyrir það vatn sem hann fengi til umráða umfram þá 1,25 l/sek sem hann eignaðist með samningnum, en nánar má lesa um skilmála í samningnum. Með samkomulagi hinn 5. apríl 2005, var gert samkomualg um lagningu hitaveitu um landið öðrum til hagsbóta og var þeirri kvöð þinglýst.

Um skipulag svæðisins:
Svæðið er skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins 2018-2038 skipulagt sem svæði undir samfélagsþjónustu. Tekið er fram að almenn ákvæði skipulagsreglugerðar gildi um svæði í þeim flokki. Sértækir skilmálar reitsins eru að þar sé grunnskóli með íþróttahúsi, sundlaug og aðstaða björgunarsveitar Gert sé ráð fyrir íbúðum í skólahúsinu og að í deiliskipulagi skuli sérstaklega gætt að vernd jarðhitavistgerða og sjaldgæfra tegunda. Íbúðarhúsin austan við skólann, eru hins vegar á skipulagðri íbúðabyggð skv. aðalskipulagi.  Seljandi er tilbúinn að huga að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við sölu eignanna í samráði við væntanlegan kaupanda, enda verði þá ákveðið með hvaða hætti fasteigninni verði fundin framtíðarnot, sem bæði væntanlegur kaupandi og sveitarfélagið geta sammælst um.

Staðsetning, umhverfi og nýtingarmöguleikar:
Staðsetning eignarinnar er almennt séð góð, hún er í fallegu sveitaumhverfi með fjölda náttúruperla í næsta umhverfi (Haffjarðará, Löngufjörur, Eldborg og Eldborgarhraun o.fl. o.fl.).  Fjöldi fallegra gönguleiða, bæði um fjöll og á láglendi eru skammt undan.  Þá er eignin í hóflegri fjarlægð frá helstu þéttbýlisstöðum á stór-höfuðborgarsvæðinu, stutt er í Borgarnes og á Snæfellsnes.  Augljóst er að ýmsir möguleikar eru á að nýta þessi miklu mannvirki verði viðhaldi og endurnýjun þeirra komið í eðlilegt horf, hvort heldur sem er í skóla- eða námstengda starfsemi, í ferðaþjónustu, til íbúðar eða til frekari virkjunar heitavatnsins. M.a. má sjá fyrir sér frekari uppbyggingu á baðaðstöðu tengt gistingu eða öðru slíku sem dregur að sér ferðamenn. Þá mætti mögulega einnig breyta skólahúsnæðinu í íbúðarhúsnæði, enda fengjust til þess leyfi sveitarfélagsins. Ýmsir möguleikar kunna að felast í því að landið er að stórum hluta lítið nýtt sem stendur, mögulega til plássfreks rekstrar sem þarf á orku að halda. Tilvist heitavatnsins og þeirrar orku sem í því liggur fyrir, m.a. með frekari borunum eftir heitu vatni, kann að fela í sér mikil tækifæri, enda orka í hvaða mynd sem er ein verðmætustu fasteignatengdu réttindi til framtíðar litið.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, tölvupóstur bjorn@midborg.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
4 ha.
Húsmat
336.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
336.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1963
1143.2 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
160.100.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
160.100.000 kr.
Brunabótamat
400.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1945
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
3.850.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
3.850.000 kr.
Brunabótamat
20.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1982
617.2 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
46.150.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
46.150.000 kr.
Brunabótamat
227.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1975
128.3 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
10.900.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
10.900.000 kr.
Brunabótamat
59.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1963
61.7 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
9.410.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
9.410.000 kr.
Brunabótamat
33.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1963
372.8 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
01
Húsmat
24.200.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
24.200.000 kr.
Brunabótamat
155.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1963
132.5 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
02
Húsmat
14.350.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
14.350.000 kr.
Brunabótamat
58.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1963
132.5 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
03
Númer eignar
02
Húsmat
14.350.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
14.350.000 kr.
Brunabótamat
57.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2002
77.3 m2
Fasteignanúmer
2113073
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
8.240.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
8.240.000 kr.
Brunabótamat
40.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin