Fasteignaleitin

Flest­ar íbúð­ir á yfir 60 millj­ónum króna

26 júní 2024
Mynd af Fasteignaleitin
Fasteignaleitin
Lítið framboð er á íbúðum undir 60 milljónum en meira en 85% íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónum. Þetta er eitt merki þess að erfitt sé fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir júní 2024.

Fleiri íbúðir seljast á yfirverði

“Um 19% allra íbúða seldust á yfirverði í apríl. Hlutfallið er hærra á höfuðborgarsvæðinu eða 21,3% en hlutfall þeirra er 18,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Á báðum svæðum hefur hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði vaxið með hverjum mánuði á þessu ári en hátt
hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði bendir til hækkandi verðs á íbúðum. Hlutfallið nú er á svipuðum slóðum og það var í byrjun hækkunarskeiðs á fasteignamarkaði í lok árs 2016 og sömuleiðis í byrjun hækkunarskeiðsins í Covid um mitt ár 2020. Talað er um að
íbúð seljist á yfirverði þegar að fjárhæð í kaupsamningi er hærri samanborið við síðustu fasteignaauglýsingu íbúðar á vefnum fasteignir.is.
Á landsbyggðinni er hlutfallið sveiflukenndara og var 8,3% í apríl eftir að hafa verið 14,3% í mars. Ein ástæða lækkunar hlutfallsins á landsbyggðinni er sú að hlutfallslega færri íbúðir í fjölbýli seldust í mánuðinum samanborið við sérbýlishús. Um það bil tvöfalt
algengara er á landsbyggðinni að íbúðir í fjölbýli gangi kaupum og sölum á yfirverði samanborið við sérbýlishús,” segir í skýrslunni.

Leiguverðvísitalan hækkaði um 3,2% í maí

Vísitala leiguverð hækkaði um 3,2% á milli mánaða og var 113,3 stig í maí 2024. Vísitalan hefur hækkað um 13,3% á milli maímánaða 2023 og 2024 en til samanburðar hækkaði vísitala íbúðaverðs um 8,4% og verðbólga mældist 6,2% á sama tímabili.

Fasteignamat íbúða fyrir 2025 lækkar að raunvirði

“Í lok maímánaðar gaf HMS út nýtt fasteignamat sem tekur gildi um næstu áramót en fram að þeim tíma hafa eigendur tækifæri til gera athugasemdir. Nýja matið er 3,2% hærra en fasteignamat síðasta árs. Verðbólga var hins vegar 6,6% yfir sama tímabil svo fasteignamatið lækkar að raunvirði, en það gerðist síðast árið 2010.
Nýtt heildarmat fasteigna er 15.300 milljarðar króna, sem er rúmlega fjórum sinnum meira en landsframleiðsla Íslands. Fasteignamatið hækkar um 2,1% á milli ára á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni nemur hækkunin um 6,6% að meðaltali,” segir í skýrslunni.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Urriðakvísl 18
Bílskúr
Skoða eignina Urriðakvísl 18
Urriðakvísl 18
110 Reykjavík
466.1 m2
Einbýlishús
1146
639 þ.kr./m2
298.000.000 kr.
Skoða eignina Grettisgata 16
Skoða eignina Grettisgata 16
Grettisgata 16
101 Reykjavík
140 m2
Fjölbýlishús
523
806 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Dugguvogur 13
Bílastæði
Skoða eignina Dugguvogur 13
Dugguvogur 13
104 Reykjavík
170.7 m2
Fjölbýlishús
423
849 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 302
Borgartún 24 - íbúð 302
105 Reykjavík
61.9 m2
Fjölbýlishús
211
Fasteignamat 57.450.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin