Fasteignaleitin
Skráð 3. okt. 2024
Deila eign
Deila

Starhólmi 8

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
181.5 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
142.500.000 kr.
Fermetraverð
785.124 kr./m2
Fasteignamat
116.050.000 kr.
Brunabótamat
86.100.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1972
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2065388
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjað
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Yfirfarið 2023
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt í sölu! Starhólmi 8 Kópavogi - Bókið skoðun!

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt og vel skipulagt 181,5 fermetra 6-7 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum, með tveimur baðherbergjum og stórum bílskúr við Starhólma 8 í Kópavogi. Lítið mál er að gera aukaíbúð á jarðhæð þar sem nýlega er búið að koma upp eldhúsaðstöðu á þeirri hæð. Um er að ræða frábæra staðsetningu ofan götu þar sem fallegs útsýnis nýtur m.a. út á sundin, yfir Fossvogsdalinn og að Esjunni. Í dag eru fjögur svefnherbergi í húsinu en möguleiki er að hafa þau fimm með því að breyta rúmgóðu svefnherbergi í tvö barnaherbergi líkt og upphaflegar teikningar gera ráð fyrir. Sér inngangur er inn á neðri hæð og er því möguleiki að nýta neðri hæð sem sér íbúð líkt og fyrr greinir.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum 15 árum. Að sögn eiganda er m.a. búið að endurnýja eldhús, bæði baðherbergi (annað árið 2023) og endurnýja rafmagn að miklu leyti. Þá er búið að endurnýja allar neysluvatnslagnir ásamt skólpi frá húsi og út í brunn. Stór verönd til suðurs í bakgarði var byggð árið 2008 og sama ár var komið fyrir glugga í auka herbergi á jarðhæð. Húsið var múrviðgert og málað árið 2024. Þakið var yfirfarið árið 2023. Hitagrind og rafmagnstafla er nýlega yfirfarið og komið fyrir varmaskipti fyrir húsið. Um er að ræða gegnheilt parket sem var pússað og yfirfarið árið 2018. 

Lóðin, sem er 660,0 fermetrar að stærð, er frágengin með fallegum gróðri, stórri viðar verönd til suðurs og steypt bílaplan (þrjú bílastæði) og stétt með snjóbræðslu að hluta. Bílskúr er tvöfaldur, 51,6 fermetrar að stærð, með góðu steyptu bílaplani fyrir framan hús með snjóbræðslu.

Um 27 fermetra hálf útgrafið rými er vestan megin við húsið sem hægt væri að búa til geymslu eða auka útleigurými.

Nánari lýsing:

Efri hæð:
Forstofa: Með flísum á gólfi.
Hol: Með gegnheilu parketi á gólfi og góðum skápum.
Svefnherbergi I: Er staðsett inn af forstofu. Gegnheilt parket á gólfi og gluggi til suðurs.
Stofa: Er stór með gegnheilu parketi á gólfi. Stórir gluggar til vesturs og norðurs sem hleypa inn góðri birtu. Afar glæsilegt útsýni út á sundin, að Esjunni og víðar. Stofa er opin við borðstofu.
Borðstofa: Er rúmgóð með gegnheilu parketi á gólfi og glugga til austurs. Gengið er inn í eldhús frá borðstofu.
Eldhús: Með flísum á gólfi og gólfhita. Falleg eldhúsinnrétting með innbyggðum kæliskáp og innbyggðri uppþvottavél. Bakaraofn, keramik helluborð og stálháfur. Fallegar flísar á vegg og góðir gluggar til austurs. Loftið er niðurtekið að hluta og með innfelldri lýsingu.
Svefnherbergi II: Er rúmgott með gegnheilu parketi á gólfi og glugga til suðurs. Var áður tvö barnaherbergi líkt og teikningar gera ráð fyrir.
Baðherbergi I: Var endurnýjað árið 2023. Með flísum á gólfi og veggjum. Gólfhiti og flísalögð sturta. Handklæðaofn. Falleg hvít innrétting með steini á borði og vask úr sama efni. Nýleg blöndunartæki, niðurtekið loft með innfelldri lýsingu og glugga til suðurs. Tengi fyrir þvottavél.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi með gegnheilu parketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Svalir: Eru stórar, um 20 fermetrar, og snúa til vesturs og norðurs.

Neðri hæð: Með sérinngangi og stigi frá holi efri hæðar.
Hol/sjónvarpsrými: Með flísum á gólfi og glugga til austurs. Búið að koma fyrir nýlegri eldhúsinnréttingu og því auðvelt að stúka af sem séríbúð með sérinngangi.
Svefnherbergi IV: Er rúmgott, eða um 14 fermetrar, með gegnheilu parketi á gólfi, skápum og glugga til austurs. Lofthæð um 218 cm.
Baðherbergi II: Með flísum á gólfi og á veggjum. Flísalögð sturta, handklæðaofn og speglaskápur fyrir ofan vask. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi til norðurs.

Bílskúr: Er tvöfaldur og 51,6 fermetrar að stærð. Gluggar til vesturs. Innangengt frá neðri hæð. Upphitaður með heitu og köldu vatni. Góðir skápar með miklu skápaplássi fylgja. Epoxy málað gólf og bílskúrshurðaopnari. Tengi fyrir þvottavél/þurrkara og vaskur.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/12/202072.100.000 kr.90.700.000 kr.181.5 m2499.724 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ásbraut 1a
Opið hús:15. jan. kl 17:00-17:30
Alrými
Skoða eignina Ásbraut 1a
Ásbraut 1a
200 Kópavogur
147 m2
Hæð
312
1039 þ.kr./m2
152.700.000 kr.
Skoða eignina Lundur 2
Bílastæði
Skoða eignina Lundur 2
Lundur 2
200 Kópavogur
161.2 m2
Fjölbýlishús
52
962 þ.kr./m2
155.000.000 kr.
Skoða eignina Þinghólsbraut 7
3D Sýn
Bílskúr
Opið hús:11. jan. kl 15:00-15:30
Þinghólsbraut 7
200 Kópavogur
208 m2
Einbýlishús
8
745 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
Skoða eignina Hjallabrekka 22
Bílskúr
Opið hús:15. jan. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Hjallabrekka 22
Hjallabrekka 22
200 Kópavogur
207.6 m2
Fjölbýlishús
614
664 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin