Fasteignaleitin
Opið hús:18. des. kl 17:30-18:00
Skráð 15. des. 2025
Deila eign
Deila

Þórðarsveigur 30

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarholt og Úlfarsárdalur-113
97.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
77.900.000 kr.
Fermetraverð
799.795 kr./m2
Fasteignamat
64.700.000 kr.
Brunabótamat
58.080.000 kr.
Byggt 2005
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2268538
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
*** Þórðarsveigur 30 - 113 Reykjavík ***

Opið hús:
Eignin verður sýnd fimmtudaginn 18. desember 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

PRIMA fasteignasala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna: Íbúðin skiptist í forstofu, opið eldhús inn í stofu/borðstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi / geymslu. Útgengt er á svalir úr stofu. Parket er á gólfi nema á votrýmum þar sem eru flísar. Eigninni fylgir sér stæði í lokaðri bílageymslu og sér geymsla í sameign.  Eignin er skráð 97,4 fm þar af geymsla 10,9 fm.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLIT

SJÁ MYNDBAND AF EIGN (VIDEO)

Nánari lýsing:
Forstofa er parketlögð og þar er fínn fataskápur.
Eldhús er með dökkri innréttingu og nýlegri hvítri borðplötu ásamt góðum heimilistækjum. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofan er björt og rúmgóð, útgengt á svalir sem eru með tröppum niður í stóran sameiginlegan garð.
Baðherbergi er flísalagt, þar er baðkar með sturtu, upphengt salerni og fín innrétting.
Tvö fín svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Þvottahús er inna íbúðar sem er flísalagt og þar er einnig skolvaskur og gluggi.
Geymsla er 10,9 fm 
Bílastæði fylgir í bílakjallara. Það er búið að leggja inn í húsið búnað frá Ískrafti sem sér um álagsdreifingu á rafmagninu inn í hús og búið er að leggja tengla að öllum bílastæðum. 
Í sameign er rúmgóð geymsla og sameiginleg hjólageymsla. 

Blokkin er steypt árið 2005 og klætt með bárujárni í bland.
Þak endurnýjað að hluta 2024 (skipt um járn ásamt þakpappa)

Stutt í leikskóla og skóla og fallegt útivistarsvæði
Vel skipulögð eign sem vert er að skoða


Nánari upplýsingar veitir:
Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s. 787 3505 / oliver@primafasteignir.is

__________________________________________________________________________________________

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Yfirlýsing seljanda:
Seljandi/eigandi lýsir því yfir að efni söluyfirlitsins er rétt samkvæmt bestu vitund hans og staðfestir það með undirritun sinni.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/08/202357.350.000 kr.64.000.000 kr.97.4 m2657.084 kr.
22/09/202247.000.000 kr.59.500.000 kr.97.4 m2610.882 kr.
10/12/201423.400.000 kr.28.100.000 kr.97.4 m2288.501 kr.
13/02/200722.170.000 kr.21.200.000 kr.97.4 m2217.659 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2005
Fasteignanúmer
2268538
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B1
Númer eignar
4
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.180.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Rökkvatjörn 1
Bílastæði
Skoða eignina Rökkvatjörn 1
Rökkvatjörn 1
113 Reykjavík
88.7 m2
Fjölbýlishús
312
890 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Lofnarbrunnur 14
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Lofnarbrunnur 14
Lofnarbrunnur 14
113 Reykjavík
91.4 m2
Fjölbýlishús
312
841 þ.kr./m2
76.900.000 kr.
Skoða eignina Kristnibraut 101
Bílastæði
Skoða eignina Kristnibraut 101
Kristnibraut 101
113 Reykjavík
110.2 m2
Fjölbýlishús
413
716 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Skyggnisbraut 6
Bílastæði
Skoða eignina Skyggnisbraut 6
Skyggnisbraut 6
113 Reykjavík
106.9 m2
Fjölbýlishús
413
734 þ.kr./m2
78.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin