Fasteignaleitin
Skráð 28. okt. 2024
Deila eign
Deila

Norðurtún 6

FjölbýlishúsSuðurnes/Sandgerði-245
209.4 m2
6 Herb.
6 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
67.800.000 kr.
Brunabótamat
103.400.000 kr.
Mynd af Guðný Þorsteinsdóttir
Guðný Þorsteinsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1985
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2094949
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Yfirfarið að hluta
Raflagnir
Yfirfarið að hluta
Frárennslislagnir
Yfirfarið að hluta
Gluggar / Gler
Yfirfarið að hluta
Þak
Yfirfarið að hluta
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BÓKAÐU EINKASKOÐUN HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.IS

SMELLTU HÉR OG SJÁÐU KYNNINGU Á EIGNINNI
SMELLTU HÉR OG SJÁÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á sérstöku forriti til þess)
SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

RE/MAX ásamt GUÐNÝJU ÞORSTEINS löggiltum fasteignasala kynna í einkasölu: Um er að ræða fallegt, mjög vel skipulagt einbýlishús með aukaíbúð í Sandgerði, staðsett í friðsælli og lokaðri götu með stórbrotnu sjávarútsýni. Húsið hefur verið talsvert endurnýjað og er tilvalið fyrir fjölskyldu eða þá sem vilja nýta eignina til ferðaþjónustu eða leigu.
Samkvæmt fasteignayfirliti Ríkisins er eignin skráð: íbúð 155fm, bílskúr/aukaíbúð 54,4fm samtals 209,4fm og stendur á 1088fm lóð. 

Helstu kostir eignarinnar:
Stór og rúmgóð eign:
Samtals 209,4fm, með 155fm íbúð og 54,4fm bílskúr/aukaíbúð.
Fjölbreyttir notkunarmöguleikar: 4 svefnherbergi í aðalhúsinu, 2 fullbúin baðherbergi  og 2 svefnherbergi og 1 baðherbergi í aukaíbúðinni, sem gerir eignina fullkomna fyrir stórfjölskyldur eða rekstraraðila.
Nýlega endurnýjað: Eldhús, öll  baðherbergi og flestar innréttingar voru endurnýjaðar árið 2021, ásamt raf- og neysluvatnslögnum.
Stór og falleg lóð: 1088 fm lóð með sólbekk, hellulagðri verönd og stórum grasfleti – allt með stórkostlegu sjávarútsýni.
Sérlega vel staðsett: Stutt í alla helstu þjónustu í Reykjanesbæ og aðeins örstuttur akstur til Keflavíkurflugvallar. Skóli, sundlaug og verslanir eru í göngufæri.
Heilsueflandi samfélag: Frítt í sund og bókasafn fyrir alla með lögheimili í sameinuðu sveitarfélagi Suðurnesjabæ
Aukaíbúð með mikla möguleika: Sér inngangur, nýtt eldhús og björt verönd – tilvalið til leigu eða gestaþjónustu.

Nánari lýsing:
Forstofa:
Er rúmgóð með fatahengi. Flísar á gólfi. 
Baðherbergi I: Er inn af forstofu, fullbúið með stórri sturtu, upphengdu salerni ásamt handklæðaofni, flísalagt í hólf og gólf.
Gangur: Komið er inn úr forstofu í bjartan gang sem leiðir inn í helstu vistarverur. Flísar á gólfi
Sjónvarpshol: Er rúmgott með útgang út á sólpallinn. Flísar á gólfi.
Sólpallur: Er 43,5fm að stærð og snýr í suðvestur. Var hann allur endurnýjaður fyrir 6 árum. Gler var sett í skjólvegg til að hefta ekki einstakt útsýni.
Herbergi: Eru 4 talsins, með plast parketi á gólfum, fataskápar er í 3  herbergjum.
Baðherbergi II: Er á svefnherbergisgangi með stórri sturtu, góðum baðherbergisinnréttinum, handklæðaofni og fullbúinni þvottaaðstöðu.   
Stofa: Gengið er niður eina tröppu í rúmgóða og bjarta borðstofu og stofu með mikilli lofthæð. Í stofu er notaleg kamína. Á gólfum er merbó parket og stórir vesturgluggar með einstakt og óheft sjávarsýn.  
Eldhús: Er stórt og bjart og endurnýjað með miklu hirsluplássi. Flísar eru á gólfi og hluta af veggjum, fyrir miðju er góð eyja með eldunaraðstöðu. Í eldhúsi er vönduð tæki ásamt tveimur vöskum. Smekklega hefur verið útbúið kaffihorn í eldhúsi. Úr eldhúsinu er opinn gler gluggi inn i borðstofu sem hægt er að renna til að loka, einnig er gler rennihurð til að aðskilja eldhús og alrými.
Auka íbúð var innréttuð í bílskúrsrými 2021:
Forstofa:
Bæði með einkainngangi og eins er hægt að ganga á milli húss og íbúðar.
Eldhús/alrými: Er bjart með stórum gluggum til vesturs, fullbúið eldhúsi með góðum innbyggðum tækjum ásamt þvottavél og þurrkara.
Við íbúðina er falleg flísalögð afgirt verönd með sjávarsýn.
Herbergi: Eru 2, annað þeirra er með fataherbergi, gólfhiti er í báðum herbergjum.
Baðherbergi III: Fullbúið með stórri sturtu, upphengdu salerni ásamt handklæðaofni, flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Á lóðinni er snyrtilegur upphitaður 20 feta gámur með gluggum og innréttingum, sem er nýttur sem geymsla.
Húsið stendur á 1.088fm lóð sem er bæði fyrir framan og aftan húsið.  Að framanverðu er skjólgóður inngangur með gangstétt ásamt grasfleti. Hellulögð innkeyrsla er fyrir framan bílskúr/aukaíbúð með hitalögn. Baklóðin er með sólpalli, hellulagðri verönd, stórri grasflöt þar sem útsýni er einstaklega mikið og fagurt. Vatn er tekið út á 2 stöðum, t.d. fyrir heita potta eða annað.

Viðhald og endurnýjun á eigninni:
2018 - 
Pallur við húsið var endurbyggður, gler var sett í eina hliðina svo hægt sé að njóta útsýnis.
2021 - Var stór hluti eignarinnar endurgerður. 
2021 - Neysluvatns - og raflagnir endurnýjaðar að hluta.
2021 - 3 baðherbergi endurgerð að fullu.
2021 - Eldhús stækkað, endurhannað og endurnýjað að fullu.
2021 - Lóð var endurgerð norðanmegin við húsið til að undirbúa aðstöðu fyrir gám, skipt var um jarðveg til að helluleggja.
2021 - Gluggar yfirfarnir og skipt um fög og gler þar sem þörf var á.
2021 - Gluggar í aukaíbúð/bílskúr vor allir endurnýjaðir, í alrými voru þeir stækkaðir til að hefta ekki einstakt útsýni.
2021 - Þak á aukaíbúð/bílskúr var endurbyggt og breytt í stíl við húsið.
2022 - Húsið var allt málað að innan.
2022 - Sett var birtustýrð útilýsing á allt húsið.
Komið er að því að skipta út þakjárni á sjálfu húsinu. Endurnýja þarf ofn í eldhúsi.
Suðurnesjabær er sveitafélag í örum vexti, stuttur akstur er á Keflavíkur flugvöll og í Reykjanesbæ þar sem helstu þjónustu er að finna. Í göngufæri frá húsinu er í leik- og grunnskóla ásamt sundlaug. Í bænum er kjörbúð, bensínstöðvar, sjoppa, hótel og veitingastaðir.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 eða á netfangið gudnyth@remax.is.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/10/201222.700.000 kr.28.500.000 kr.209.4 m2136.103 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1985
54.4 m2
Fasteignanúmer
2094949
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
19.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Holtsgata 1
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Holtsgata 1
Holtsgata 1
245 Sandgerði
179.6 m2
Einbýlishús
524
462 þ.kr./m2
82.900.000 kr.
Skoða eignina Brekkustígur 12
Bílskúr
Skoða eignina Brekkustígur 12
Brekkustígur 12
245 Sandgerði
191.9 m2
Einbýlishús
313
328 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Sjónarhóll 4
Bílskúr
Skoða eignina Sjónarhóll 4
Sjónarhóll 4
245 Sandgerði
179 m2
Einbýlishús
514
550 þ.kr./m2
98.500.000 kr.
Skoða eignina Suðurvellir 4
Bílskúr
Opið hús:14. nóv. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Suðurvellir 4
Suðurvellir 4
230 Reykjanesbær
180.4 m2
Einbýlishús
6
Fasteignamat 81.850.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin