Fasteignaleitin
Skráð 25. feb. 2025
Deila eign
Deila

Gnitakór 1

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
249.9 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
199.900.000 kr.
Fermetraverð
799.920 kr./m2
Fasteignamat
154.700.000 kr.
Brunabótamat
119.400.000 kr.
Mynd af Elka Guðmundsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 2006
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2279112
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað um vandamál
Raflagnir
Ekki vitað um vandamál
Frárennslislagnir
Ekki vitað um vandamál
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta
Þak
Ekki vitað um vandamál
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Elka lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna glæsilegt 249,9 m² parhús á einstaklega góðum stað í Kópavogi. 
Eignin skiptist í forstofuhol, fjögur svefnherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpskrók, eldhús, þvottahús og tvö baðherbergi.  Innangengur bílskúr og góð geymsla.
Húsið er með útsýni yfir opið svæði í suður, frábær garður með heitum og köldum potti.  Innanhúshönnun og útfærsla var í höndum Rut Kára.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.

Nánari lýsing;
Glæsilegt og einstaklega vandað parhús á frábærum útsýnisstað. Húsið er staðsett fyrir neðan götu með frábæran garð sem snýr í suður. 
Allar innréttingar eru sérlega vandaðar og sérsmíðaðar hjá Fagus ehf.   Á flestum gólfum er gegnheilt hnotuparket, ný slípað á efri hæð, teppalagður stigi á milli hæða en við stiga er vandaður glerveggur.  Baðherbergi eru flísalögð í hólf og gólf ásamt flísum í forstofu og á bílskúr.  Gólfhiti er í öllu húsinu. Eldhústæki eru frá Miele.  Öll lýsing inni og úti eru led ljós, miðstýrð með appi frá Plejd.  Upphitað bílaplan og nýr suðurgarður.   

Efri hæðin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu með sturtu, stóru eldhúsi, stofu, borðstofu og bílskúr sem í dag er nýttur að hluta til sem skrifstofa.  Falleg innfelld lýsing er á allri efri hæðinni.
Eldhúsið er mjög rúmgott með glæsilegri innréttingu, nýr Dektonsteinn er á stórri eldaeyju og á borðum. Eyjan er með gaseldavél og góðum hirslum, upphengdur Elice háfur er yfir eldavél, vönduð heimilistæki frá Miele, ofn og sambyggður ofn/örbylgjuofn og tvöfaldur vaskur með ruslkvörn.
Stofa og borðstofa eru rúmgóðar og gengið er út á svalir í suður.  Flottur gasarin er í miðju húsinu.
Gólfefni er gegnheil hnota, nýpússað á efri hæð með innfelldum listum og gólfhita.
Gestabaðherbergi er flísalagt með sturtu. Upphengt salerni.
Bílskúr er flísalagður, innangengt úr forstofu og bílskúrhurð með opnara. Í bílskúr er einnig fataskápur og mikið af hillum.
 
Neðri hæðin skiptist í fjögur svefnherbergi þar af er hjónaherbergi með rúmgóðu fataherbergi.  
Sjónvarpskrókur er í holi og þvottahús við hliðina á baðherbergi sem er með stórri sturtu og baðkari.  
Hjónaherbergi/hjónasvítan er með glæsilega innréttuðu fataherbergi.  Hin svefnherbergin þrjú eru öll með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með stórum vaski og tveimur  blöndunartækjum, hiti í spegli. Innbyggður sturtuklefi með sérlýsingu og baðkari.  Upphengt salerni.
Útgengi af neðri hæð er út í garðinn.
 
Garðurinn var tekinn í gegn fyrir 2 árum.  Í honum er niðurgrafið stórt trampólín með lýsingu.  Heitur og kaldur pottur, báðir með hitastýringarkerfi (appi), sjálfvirkt vökvunarkerfi fyrir gras og grasflötur útbúin fyrir slátturóbót.
Í garðinum, samtengt húsi er stór og rúmgóð geymsla (24 fm).  Málað gólf og mikið hillupláss. Í geymslunni er stýring fyrir potta, lýsing í garði og fleira.
Vandað hefur verið til allra verka að innan sem utan og húsinu vel við haldið. 
Mikið viðhald á síðustu 18 mánuðum, þar á meðal;
·         Nýr Dekton steinn á allt eldhús og eyju
·         Farið yfir allt rafmagn og skipt yfir í Led ljós í innfelldri lýsingu. Lýsing einnig app stýrð (plejd). Lýsing tengist einnig öryggiskerfi hússins.
·         Skipt um alla gluggalista að utan og gler á stöku stað.  Skipt um gluggakistur á efri hæð
·         Parket á efri hæð pússað
·         Húsið allt sparslað og málað að innan
·         Garður endurnýjaður; Nýr pallur og nýjar stýringar fyrir heitan og kaldan pott, niðurgrafið stórt trampolin innfellt í viðarpallinn og grasflötur útbúinn fyrir sláttu robot og með sjálfvirku vökvunarkerfi

Staðsetningin er einstök, stutt í göngustíga og fallegar göngu- og hjólaleiðir, örstutt upp í Heiðmörk. Hörðuvallaskóli er grunnskólinn í hverfinu og í göngufæri ásamt íþróttasvæði HK.  
Frábært fjölskylduhús sem vert er að skoða!

Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/09/200729.450.000 kr.43.000.000 kr.225.9 m2190.349 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2006
29 m2
Fasteignanúmer
2279112
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hálsaþing 7
Bílskúr
Skoða eignina Hálsaþing 7
Hálsaþing 7
203 Kópavogur
289.3 m2
Parhús
624
656 þ.kr./m2
189.700.000 kr.
Skoða eignina Breiðahvarf 2
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Breiðahvarf 2
Breiðahvarf 2
203 Kópavogur
274.1 m2
Einbýlishús
634
748 þ.kr./m2
205.000.000 kr.
Skoða eignina Helgubraut 10
Bílskúr
Skoða eignina Helgubraut 10
Helgubraut 10
200 Kópavogur
274.9 m2
Einbýlishús
725
680 þ.kr./m2
187.000.000 kr.
Skoða eignina Sunnubraut 56
Skoða eignina Sunnubraut 56
Sunnubraut 56
200 Kópavogur
200.1 m2
Parhús
613
1024 þ.kr./m2
204.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin