Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og björt tveggja herbergja íbúð með sérinngangi í góðu þríbýli við Rauðalæk 10, 104 Reykjavík.
Íbúðin er lítið niðurgrafin og skiptist í forstofu, forstofugang, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi. Geymsla íbúðar er inn af forstofu/anddyri. Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands er 68,8 fm.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing:Sérinngangur, forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús er með glugga sem veiir birtu inn, opnanlegur. L-laga innréttingu með bæði efri og neðri skápa og gott skápapláss ásamt eldavél með helluborði. Uppþvottavél og ísskápur fylgir með innréttingu. Parket á gólfi
Stofan er rúmgóð og björt. Góður eikarskenkur eftir einum vegg, fylgir með íbúðinni. Gluggar eru á tveimur hliðum sem gefa góða birtu inn. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með fataskápum með rennihurðum og parket á gólfi.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og upp meðfram sturtu, baðinnréttingu og upphengdu salerni. Speglaskápur er fyrir ofan baðinnréttingu og handklæaðofn þar á móti. Opnanlegur gluggi er inn á baðherbergi.
Geymsla "köld geymsla" er inn af forstofu
Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni í sameign hússins, þar sem hver íbúð er með sitt tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Árið 2014 voru skólplagnir og dren endurnýjað ásamt neylsuvatnslögnum. Þakjárn hússins var endurnýjað árið 2021. Útihurð og gluggar í sameign endurnýjað árið 2022. Sumarið 2023 var gluggi í stofu og gluggi í eldhúsi á íbúðinni yfirfarnir og endurnýjaðir að hluta.
Hugguleg og góð íbúð í flottu þríbýli á eftirsóttum stað í Laugardalnum. Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, verslanir, íþróttasvæði og Laugardalslaugina.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.