Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða 5 herbergja íbúð á 3. og efstu hæð á frábærum stað í Norðurbænum í Hafnarfirði að Breiðvangi 11. Húsið hefur verið endurnýjað að stærstum hluta síðustu ár og vel hefur verið hugsað um allt. Nýlegir gluggar. Breiðvangur 9 til 13 er þriggja hæða fjölbýlishús með þremur stigagöngum og kjallara undir öllu húsinu. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Bílastæði eru í sameign en samkomulag er um að hver íbúð eigi eitt merkt stæði.
Bókið skoðun hjá Aðalsteini í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 122,2 fm og þar af er geymsla skráð 10 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa með kork á gólfi og góðan yfirhafna- og skóskáp.
Stofa/borðstofa er mjög rúmgóð með parket á gólfi. Útgengt á góðar suðursvalir með fallegu útsýni.
Eldhús er rúmgott með kork frá Þ.Þorgrímsson á gólfi. Tengi fyrir uppþvottavél og vifta yfir eldavél. Fallegt útsýni til norðurs.
Svefnherbergisgangur með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með nýlegum stórum fataskáp og parket á gólfi. Útgengt einnig á svalirnar úr hjónaherbergi.
Svefnherbergi II er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi IIII er með parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2022 og er flísalagt í hólf og gólf. Góð "walk-in" sturta, inrrétting, handklæðaofn, upphengt salerni og gluggi.
Þvottahús/geymsla er innaf eldhúsi með flísar á gólfi.
Sérgeymsla íbúðar í sameign í kjallara hússins.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í kjallara hússins.
Framkvæmdir á síðustu 12 árum:Þakjárn, þakrennur og niðurfallsrör hafa verið endurnýjuð. Nær allir gluggar hússins endurnýjaðir og svaladyr íbúðarinnar. Allar hliðar hússins, nema framhliðin, hafa verið viðgerðar og málaðar eða klæddar. Kynntar hafa verið áætlanir um framkvæmdir á framhlið en ekkert hefur verið samþykkt. Fjórar nýjar rafhleðslustöðvar og sorpskýli.
Fjölskylduvæn eign í Norðurbæ Hafnarfjarðar og göngufæri í leik- og grunnskóla og stutt í alla þjónustu. Víðistaðatúnið, Hellisgerði og miðbær og hjarta Hafnarfjarðar steinsnar frá.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is