Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega vel skipulagða og mikið endurnýjaða, þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli í Hraunbænum.
Eignin samanstendur af forstofu, tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi og stofu/forstofu með útgengi á vestursvalir. Geymsla er í kjallara.
Eigendur eru búnir að endurnýja á síðustu árum allt rafmagn í íbúðinni, blöndunartæki bæði í eldhúsi og baðherbergi verið endurnýjuð, nýleg boðrplata á eldri innréttingu í eldhúsi, öll heimilistæki í eldhúsi verið endurnýjuð, hluti af beðherbergi verið endurnýjað, flísar, nýr vaskaskápur og málað ásamt því að settar voru nýlega nýjar innihurðir í allri íbúðinni og nýleg gólfefni.
Húsið var klætt að utan fyrir ca. 25 árum með steniplötum, sem er einstaklega viðhaldslétt klæðning og bárujárn var endurnýjað á þaki fyrir ca. átta árum. Ný rafmagnstafla sett 2023 í sameign ásamt því að settur var nýr þrýstijafnari á hitaveitukerfið og rör endurnýjuð sama ár. Í stigagang voru teppi endurnýjuð og allt málað 2019.
Nýlega búið að endurnýja öll leiktæki á sameiginlegri lóð.
Sérmerkt bílastæði með hleðslustaur sem eigandi getur pantað hleðslustöð á frá þjónustufyrirtæki, settur upp 2024.
Nánari lýsing:
Forstofa - rúmgóð með plássi fyrir fataskáp (eldri skápur var tekinn niður) og parket á gólfi.
Eldhús - góð eldri innrétting í U við góðan eldhúsglugga, nýleg borðplata, vaskur og blöndunartæki, öll tæki í eldhúsi verið endurnýjuð á síðustu árum, ofn í vinnuhæð, helluborð og uppþvottavél ásamt einföldum ísskáp. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með.
Svefnherbergi - minna herbergið, parket á gólfi.
Svefnherbergi - stærra herbergið, stór eldri fataskápur á heilum vegg og parket á gólfi.
Baðherbergi - töluvert endurnýjað, flísar á gólfi og upp á veggi, vaskaskápur endurnýjaðaur ásamt vaski og blöndunartækjum og málað.
Stofa/borðstofa - björt og rúmgóð með parketi á gólfi og útgengi á vestursvalir.
Geymsla - er í kjallara.
Sameign - hjóla- og vagnageymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi.
Bílastæði - eitt merkt bílastæði með hleðslustaur fyrir rafmagnsbíl ásamt svo ómerktum gestastæðum sameiginlegum.
Virkilega góð íbúð í eigulegu og vel umgengnu fjölbýli þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og göngufæri í leik- og grunnskóla ásamt sundlaug og allri íþróttaaðstöðu í Árbænum.
Nánari upplýsingar veita:
Hrannar Jónsson lgf. / s. 899-0720 / hrannar@domusnova.is
Andri Hrafn Agnarsson lgf. / s.6982127 / andri@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Nánari upplýsingar veita:
Hrannar Jónsson lgf. / s. 899-0720 / hrannar@domusnova.is
Andri Hrafn Agnarsson lgf. / s.6982127 / andri@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.