Fasteignaleitin
Skráð 1. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hallgerðargata 23

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
51.9 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
58.900.000 kr.
Fermetraverð
1.134.875 kr./m2
Fasteignamat
55.150.000 kr.
Brunabótamat
35.950.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2507555_4
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
13
Vatnslagnir
Nýlegar
Raflagnir
Nýlegar
Frárennslislagnir
Nýlegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Nýlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt í sölu - Hallgerðargata 23 (Sólborg) - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir virkilega glæsilega og vel skipulagða 51,9 fermetra 2ja herbergja íbúð á 2. hæð (213) í nýlegu lyftuhúsi við Hallgerðargötu 23 í Reykjavík. Vandaðar innréttingar úr reyktri eik. Góðar svalir með útsýni út á sundin. Stofa og eldhús mynda eitt alrými með gólfsíðum gluggum til austurs. Möguleiki er að leigja stæði í bílakjallara fyrir sanngjarnt verð. Rafhleðslustöðvar eru í bílakjallara. Sérgeymsla í kjallara sem er 5,9 fermetrar að stærð. Þvottaaðstaða innan íbúðar. Möguleiki er að kaupa innbú með íbúðinni.

Öll sameign er til fyrirmyndar og afar snyrtileg. Myndavéladyrasími er í húsinu. Flísar á sameiginlegu anddyri og teppi á stigapöllum. Lóðin er snyrtileg með hellulagðri stétt við hús. Hönnuðir byggingarinnar eru THG Arkitektar og Studio Arnhildur Palmadottir.

Frábær staðsetning í næsta nágrenni við alla verslun og þjónustu (Borgartún, Nóatún og Laugalæk). Kaffihús og hárgreiðslustofa í húsinu. Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við sundin og Laugardalnum sjálfum (grasagarðurinn, húsdýragarðinn, skautasvellið í laugardal og íþróttasvæði). Íþróttasvæði Þróttar, Laugardalslaug og líkamsræktarstöðvar í næsta nágrenni. 

Nánari lýsing:

Stofa: Með vinylparketi á gólfi. Stofa er opin við eldhús. Gluggar eru gólfsíðir til austurs. Útgengi á svalir frá stofu.
Svalir: Snúa til austurs með útsýni út á sundin.
Eldhús: Með vinylparketi á gólfi. Falleg eldhúsinnrétting úr reyktri eik sem nær upp í loft. Siemens bakaraofn, Siemens spansuðuhelluborð, innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur með frysti. Eldhús er opið við stofu og eru gluggar til austurs. Lýsing undir efri skápum og innfelld lýsing í loftum.
Svefnherbergi: Er rúmgott, með vinylparketi á gólfi og góðum skápum úr reyktri eik. Gluggar til austurs.
Hol: Með vinylparketi á gólfi og góðum skápum þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi og hluta veggja. Gólfhiti á baðherbergi. Flísalögð sturta og handklæðaofn. Falleg innrétting við vask og upphengt salerni. Útloftun.

Bílakjallari: Hægt er að leigja stæði fyrir sanngjarnt verð sem er niðurgreitt fyrir íbúa í húsunum.

Sérgeymsla: Er staðsett á jarðhæð sem er 5,9 fermetrar að stærð. Málað gólf, rafmagnstengill og loftræsting.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/01/202141.950.000 kr.39.400.000 kr.51.9 m2759.152 kr.
25/05/20203.690.000 kr.37.700.000 kr.51.9 m2726.396 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kirkjuteigur 15 - 3ja herb íbúð
Opið hús:26. nóv. kl 17:30-18:00
Kirkjuteigur 15 - 3ja herb íbúð
105 Reykjavík
67.6 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
870 þ.kr./m2
58.800.000 kr.
Skoða eignina Brautarholt 4 íb. 102
Brautarholt 4 íb. 102
105 Reykjavík
54.7 m2
Fjölbýlishús
211
1095 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunteigur 22
Opið hús:24. nóv. kl 14:30-15:00
Skoða eignina Hraunteigur 22
Hraunteigur 22
105 Reykjavík
68.9 m2
Fjölbýlishús
312
853 þ.kr./m2
58.800.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 310
Opið hús:26. nóv. kl 12:00-12:30
Borgartún 24 310
105 Reykjavík
53.4 m2
Fjölbýlishús
211
1155 þ.kr./m2
61.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin