Fasteignaleitin
Skráð 13. jan. 2025
Deila eign
Deila

Hjallavegur 17

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
208.6 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
147.000.000 kr.
Fermetraverð
704.698 kr./m2
Fasteignamat
133.250.000 kr.
Brunabótamat
93.600.000 kr.
Mynd af Þyrí Guðjónsdóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali
Byggt 1945
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2017934
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+málmur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Svalir
Vestursvalir
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Tregt neysluvatnsrennsli í eldhúsi og baðherbergi niðri. Sumar flísar á gólfum eru lausar.
Eftir er að setja plastrennu í þakkannt fyrir ofan steypta plötu í bakgarði og í sunnantil framan við hús.
Valborg fasteignasala kynnir gott 208,6 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk bílskúrs við Hjallaveg 17 í 104 Reykjavík. Stærstur hluti hússins er byggður 1987-1991 og þá er einnig byggt nýtt þak yfir elsta hluta hússins. Jarðhæð skiptist í anddyri, skála, eldhús, stofu og borðstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr.  Efri hæð skiptist í 4 svefnherbergi, fjölskylduherbergi, gang og baðherbergi.  Húsið býður upp á ýmsa möguleika á breytingum og einnig er tilbúinn steyptur sökkull og plata fyrir stækkun um 27 fm að grunnfleti. 

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Anddyri með flísum á gólfi.
Skáli með flísum á gólfi,
Eldhús með marmoleum linoleumdúkflísum.
Stofa og borðstofa marmoleum linoleumdúkflísum.
Þvottahús með dúk á gólfi.  Útgengt á verönd.
Geymsla með dúk á gólfi.
Gestasnyrting með flísum á gólfi.
Bílskúr er með maghony hurð og bílskúrshurðaopnara.  Vaskur, heitt og kalt vatn, rafmagn og rafhleðslustöð sem fylgir.
Efri hæð:
Hjónaherbergi með með dúk á gólfi.  Stór fataskápur
Svefnherbergi 1 með parketi og litlum fataskáp.
Svefnherbergi 2 með dúk.
Svefnherbergi 3 með dúk og fataskáp.
Fjölskylduherbergi með dúk á gólfi og niður stigann. Útgengt á vestursvalir.
Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefi og baðkar.
Geymslur eru á efri hæð undir súð sem eru ekki í fermetratölu hússins.

Elsti hluti hússins er upprunalega byggður árið 1945 og var holsteinshús.  Grunnflötur eldra hússins var tæpir 54 fm þannig að nálægt 75% hússins er byggt 1987-1991 og þá var einnig byggt nýtt þak yfir eldra húsið. Einnig var gert við holstein á eldra húsinu, það einangrað að utan og síðan klætt múr með hraunáferð eins og viðbyggingin.  Allar holræsalagnir voru endurnýjaðar út í götu, settar drenlagnir og brunnur í lóð. Einnig voru allar raflagnir endunýjaður í eldra húsinu þegar byggt var við. Þakjárnið var svo háþrýstiþvegið, ryðhreinsað, menjað og málað fyrir 5 árum.  Ljósleiðari er kominn í húsið.  Hitalagnir eru í stéttinni fyrir framan húsið.

Hjá HMS er eignin skráð þannig að íbúð á hæð er 83,1 fm, bílskúr 34,6 fm og íbúðarherbergi í risi 90,9 fm.

Hafið samband og bókið skoðun.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, í síma 896-5865, tölvupóstur alli@valborgfs.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Eikjuvogur 19
Bílskúr
Opið hús:19. jan. kl 16:00-17:00
Skoða eignina Eikjuvogur 19
Eikjuvogur 19
104 Reykjavík
175.7 m2
Einbýlishús
624
796 þ.kr./m2
139.800.000 kr.
Skoða eignina Karfavogur 35
Bílskúr
Skoða eignina Karfavogur 35
Karfavogur 35
104 Reykjavík
229.8 m2
Einbýlishús
624
652 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Dugguvogur 13
Bílastæði
Skoða eignina Dugguvogur 13
Dugguvogur 13
104 Reykjavík
170.7 m2
Fjölbýlishús
423
878 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Dugguvogur 13 (502) Þakíbúð
Bílastæði
Opið hús:18. jan. kl 13:00-13:30
Dugguvogur 13 (502) Þakíbúð
104 Reykjavík
170.7 m2
Fjölbýlishús
423
878 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin