Lögeign fasteignasala kynnir eignina Steinholt í Reykjahverfi.
Um er að ræða 136,8 m2 einbýlishús, byggt úr timbri árið 1994, húsið stendur á 4705 M² eignarlóð. Húsið er nærri þjóðveg nr. 87, u.þ.b. 15 km sunnan við Húsavík.
Nánari lýsing: Forstofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, búr, stofa og þvottahús.
Forstofa: er með flísalögðu gólfi og fatahengi.
Fjögur svefnherbergi: eru öll staðsett á herbergisgang, innst á ganginum er rúmgott hjónaherbergi og svo þrjú svefnherbergi sem eru aðeins minni. plastparket á þremur svefnherbergjum og svo eitt svefnherbergi með dúk á gólfi.
Baðherbergi: er með flísalögðu gólfi, baðkari, vegghengdu Wc, viðarlitaðri innréttingu og handklæðaofn.
Eldhús: er með hvítmálaðri innréttingu með bæði efri og neðri skápum, gluggar á tveimur hliðum og opið yfir í stofu. Við endan á eldhúsi er borðkrókur og búr.
Stofa: er mjög rúmgóð og björt með stórum gluggum og uppteknu lofti, útgengi út á timburverönd og Stofan nýtist bæði sem borðstofa og sjónvarpsstofa. Stofan er parketlögð og parketið tengist saman við eldhús og herbergisgang.
Þvottahús: er flísalagt og með auka útgengi, gert er ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara í rýminu og vask. Inn af þvottahúsinu er auka baðherbergi sem er flísalagt og með sturtu og Wc.
Að utan: Fyrir aftan hús er gróinn garður og timburverönd ásamt garðskúr. útsýni af pallinum er mjög gott.
Annað:
Gler endurnýjað að mestu leyti árið 2023 og 2024.
settur garðskúr árið 2021
Timburverönd stækkuð og bætt við skjólvegg árið 2023
Rafmagnstenglar endurnýjaðir árið 2022
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu Hermann@logeign.is eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu hinrik@logeign.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á