Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna í einkasölu: Vel skipulagða töluvert endurnýjaða 2ja herbergja íbúð við Strandasel 1 í Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með þvottahúsaðstöðu. Einnig er stórt þvottahús í sameign ásamt þurkherbergi og hjólageymslu. Stórar svalir meðfram íbúðinni sem snúa til suðurs.
- Ný eldhúsinnrétting frá 2025.
- Nýlegt harðparket frá árinu 2021.
- Nýlegar innihurðar frá árinu 2021.
Eignin er alls 67,0 m² þar af er geymslan 8,2 m² skv. Þjóðskrá Íslands.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 verður 49.850.000 kr. Byggingarár er 1975.Allar nánari upplýsingar veitir: Sölvi Sævarsson lgf í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing:Anddyri – Opið anddyri með lausum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Eldhús – Nýleg hvít háglans Ikea eldhúsinnrétting frá 2025. Nýtt spanhelluborð og bakarofn. Harðparket á gólfi.
Stofa – Gott opið og bjart stofurými með útgengi á suðvestursvalir. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi – Eldri fataskápar í dökkum viðarlit og harðparket á gólfi.
Baðherbergi – Baðinnrétting úr eik með góðu skáparými, spegli og lýsingu við spegil. Gólf eru flísalögð og sturtuklefi á baði. Aðstaða er fyrir þvottavél og þurkara á baðherbergi.
Gólfefni og innréttingar: Innihurðar eru yfirfelldar hvítar. Eldhúsinnrétting er frá Ikea í hvítum lit. Gólfefni er harðparket á öllum rýmum að undaskildu baðherbergi þar eru flísar.
Sameign – Sér 8,2 fm geymsla á 1.hæð.
Stórt rúmgott þvottahús með góðri þurrkaðstöðu í sameign í kjallara. Einnig er hjólageymsla í kjallara sem í dag er að hluta nýtt sem leikherbergi.
Húsgjöld eignar eru nú pr. mán: 25.368 Hiti: 5.520 Húseigendatrygging: 2.378 Almenn húsgjöld: 8.302 Framkvæmdasjóður: 9.168
Sjá nánar í húsfélagsyfirlýsingu.
Nánasta umhverfi: Stutt í skóla og leikskóla og verslun í Mjódd.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 67.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á.