RE/MAX / Brynjar Ingólfsson - 666 8 999 - kynnir: Björt og falleg, mikið uppgerð, 4ra herbergja íbúð á 1.hæð (ekki jarðhæð).
- Eldhús endurnýjað 2021
- Raflagnir, nýdregið og ný greinatafla 2021
- Gólfefni 2021
- Baðherbergi 2022
- Húsið mikið endurnýjað (sjá nánar hér að neðan)SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉRNánari lýsing:
Komið er inn í opið
anddyri með parket á gólfi og innbyggðum forstofuskáp. Eldvarnarhurð er frá stigagangi en einnig er innbyggður skápur á ganginum við hurðina.
Stofan er björt með parket á gólfi og útgengt út á suðvestur svalir.
Borðstofa er opin inn í eldhús. Parket á gólfi og stórir gluggar í rýmunum.
Eldhúsið var endurnýjað 2021. Innréttingin er svört frá Ikea með Quarts borðplötu frá Steinprýði. Tækjaskápur með innstungum. Bakaraofn í vinnuhæð. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Undirlímdur vaskur og innfellt helluborð.
Svefnherbergi 1 er með parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 er með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 / hjónaherbergið er með stórum fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf að undanskildum veggjum innskots. Gert var innskot með lögnum fyrir þvottavél og þurrkara, veggur í kring er hlaðinn. Stór walk in sturta með gólfhalla að niðurfalli við vegg. Upphengt klósett, innrétting með vask, handklæðaofn og gluggi með opnanlegu fagi fyrir loftun.
Í sameign er sameiginleg
hjóla og vagnageymsla. Í kjallara og svo er
frystiklefi þar sem hver eigandi hefur sitt lokaða hólf.
Tvær sérgeymslur eru í kjallara. Stærri geymslan er 6,8 m² og minni 3,2 m² og er með glugga.
Endurbætur síðustu ára á húsi:- Frárennsli/skólp endurnýjað árið 2020, (undir botnplötu og út frá húsi), settur nýr brunnur og drenað í kringum vesturgafl/kjallaraíbúð.
- Vatnslagnir í sameign í kjallara endurnýjaðar að hluta 2020.
- Stigagangur teppalagður og málaður árið 2019 og eldvarnarhurðir settar.
- Þakjárn og rennur endurnýjað árið 2008.
- Vesturgafl klæddur 2024 (yfirstandandi viðgerðir en búið að greiða og stutt í verklok). Austurgafl hússins hefur líka verið klæddur.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is