Rúmgóð og björt tveggja herbergja íbúð á 2.hæð (jarðhæð garðmegin). Íbúðin er nýmáluð og tilbúin til afhendingar. Sérinngangur af svölum. Fjallasýn Íbúðin skiptist í forstofu með geymslurými og sérinngangi, svefnherbergi, baðherbergi með tengingum fyrir þvottavél, stofu með svaladyrum út á verönd/garð og opnu eldhúsi með tengingum fyrir uppþvottavél. Samkvæmt skráningu HMS: 62,2 fm íbúð á 2.hæð merkt 01-0202 þar af 3,9 fm geymsla á 1.hæð merkt 01-0104.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu um inngang af opnum svalagangi á 2.hæð, forstofan er með gólfflísum og fataskáp ásamt hengi og geymsluskáp. Rúmgott parketlagt herbergi með stórum fataskáp. Gott flísalagt baðherbergi með glugga, sturtu og eru tengingar fyrir þvottavél á baðherberginu. Opið eldhús með helluborði, Eletrolux ofn og Fagor viftu. Parketlögð stofa með svaladyrum út á suður verönd (garð) með skjólvegg. Geymsla íbúðarinnar er á 1.hæð merkt 01-0104 við sameiginlega hjólageymslu.
**** Íbúðin er hreingerð og nýmáluð - tilbúin til afhendingar **** Nýlegt helluborð og ofn **** Nýlegt parket **** Nýr vaskur, nýr baðskápur og nýtt salerni **** Nýlegir hitaofnar í íbúðinni **** Ljósleiðari **** Fyrir u.þ.b. þremur árum var skipt um rennur og niðurfallslagnir frá rennum. **** Sérinngangur af svalagangi **** Verönd á suðurlóð **** Sérmerkt bílastæði á lóð fyrir íbúðina **** Góð staða hússjóðs **** Fjallasýn Falleg og mjög snyrtileg íbúð.
Mála þarf allt húsið að utan, ekki þó þakið. Gera þarf við múr á svalagangagólfum. Laga þarf girðingu lóðar við austurenda húss. Ekki fastákveðið hvenær framkvæmdir munu eiga sér stað en hugsanlega á þessu ári. Staða framkvæmdasjóðs er u.þ.b. kr. 8.900.000,- og staða hússjóðs u.þ.b. kr. 350.000,- Húsgjald er kr. 11.168,- og sérstakt gjald vegna yfirstandandi eða væntanlegra framkvæmda er kr. 11.014,- (samtals gjöld í hússjóð kr. 22.182,- á mánuði)
Kvöð / kvaðir
Eignarskiptayfirlýsing sjá skjal nr. X-001674/2014. Um eignarhlutföll o.fl. sjá eignarskiptayfirlýsingu. Einkaafnotaréttur íbúða 0101 og 0201. Á lóðarhlutum merktum á teikningum. Lóðarleigusamningur sjá skjal nr. X-005176/2005.Kvaðir um bílastæði, almenn kvöð um hverskonar lagnir Borgarsjóðs og Borgarverkfræðings. Lóðin er 910 fm. Leigð til 75 ára frá 01.01.1996. Lóðinni fylgir bílaskýla- og bílastæðalóð og 3/8 hluti í 5. sameiginlegum lóðum fyrir Dvergaborgir nr. 3,5 og 12.
Rúmgóð og björt tveggja herbergja íbúð á 2.hæð (jarðhæð garðmegin). Íbúðin er nýmáluð og tilbúin til afhendingar. Sérinngangur af svölum. Fjallasýn Íbúðin skiptist í forstofu með geymslurými og sérinngangi, svefnherbergi, baðherbergi með tengingum fyrir þvottavél, stofu með svaladyrum út á verönd/garð og opnu eldhúsi með tengingum fyrir uppþvottavél. Samkvæmt skráningu HMS: 62,2 fm íbúð á 2.hæð merkt 01-0202 þar af 3,9 fm geymsla á 1.hæð merkt 01-0104.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu um inngang af opnum svalagangi á 2.hæð, forstofan er með gólfflísum og fataskáp ásamt hengi og geymsluskáp. Rúmgott parketlagt herbergi með stórum fataskáp. Gott flísalagt baðherbergi með glugga, sturtu og eru tengingar fyrir þvottavél á baðherberginu. Opið eldhús með helluborði, Eletrolux ofn og Fagor viftu. Parketlögð stofa með svaladyrum út á suður verönd (garð) með skjólvegg. Geymsla íbúðarinnar er á 1.hæð merkt 01-0104 við sameiginlega hjólageymslu.
**** Íbúðin er hreingerð og nýmáluð - tilbúin til afhendingar **** Nýlegt helluborð og ofn **** Nýlegt parket **** Nýr vaskur, nýr baðskápur og nýtt salerni **** Nýlegir hitaofnar í íbúðinni **** Ljósleiðari **** Fyrir u.þ.b. þremur árum var skipt um rennur og niðurfallslagnir frá rennum. **** Sérinngangur af svalagangi **** Verönd á suðurlóð **** Sérmerkt bílastæði á lóð fyrir íbúðina **** Góð staða hússjóðs **** Fjallasýn Falleg og mjög snyrtileg íbúð.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.