ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Norðurvellir 40, birt stærð 156.7 fm, þar af innangengur 25 fm bílskúr. 4ra til 5 herbergja parhús innst inn í botnlangaAlrými eignarinnar er opið og bjart. Þar sem áður var eldhús er mögulegt að búa til fjórða svefnherbergið (tölvurými í dag). Lóð er frágengin, bílaplan og stétt er steypt. Á baklóð er góð verönd með heitum potti og skjólveggjum. Frábær staðsetning í rólegri botnlangagötu. Búið er að endurnýja kaldavatnslagnir að mestu. Þvottahús og gestasalerni er nýlega standsett. Baðherbergi hefur verið endurnýjað. Forhitari á veitukerfi. Parhús í stuttu göngufæri við Heiðarskóla.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.
SKIPTI SKOÐUÐ Á STÆRRA SÉRBÝLI Í HEIÐARSKÓLAHVERFI*** Gólefni hafa verið endurnýjuð.
*** Baðherbergi hefur verið endurnýjað.
*** Inni hurðar hafa verið endurnýjaðar.
*** Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta 2020
*** Lokað veitukerfi 2023
*** Sólpallur með heitum potti.
*** Járn á þak endurnýjað 2022
*** Gluggar endurnýjaðir að mestu 2024
*** Útidyrahurð, svalahurð og inngangshurð inn í bílskúr 2024
*** Múrviðgert að utan og málað 2025
Forstofan hefur flísar á gólfi og fataskápur
Gestasalerni með flísum á gólfi. Þar er lítil hvít innrétting og upphengt salerni.
Eldhús hefur parket á gólfi. Opið er á milli stofu og eldhús. Gengið er út á sólpall með heitum potti frá eldhúsi.
Stofa björt, parket á gólfi og upptekin loft.
Herbergin hafa parket á gólfi og eru þau þrjú í dag en nokkuð auðvelt að setja fjórða herbergið.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, flísalögð sturta og upphengt klósett. Baðherbergi hefur allt verið endurnýjað.
Þvottahús er á milli íbúðarhlutans og bílskúrs. Góð hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Ásamt innréttingu með skolvask.
Innangengengur bílskúr með góðu geymslulofti. Inngönguhurð frá bílaplani.
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 62, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 3.800.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.