HÚS fasteignasala og Ragna Valdís Sigurjónsdóttir , löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu, Grafhóla 17 á Selfossi. Snyrtilegt miðju raðhús með bílskúr.
Um er að ræða 182,7 fm steinsteypt raðhús þar af er bílskúr 36,7 fm.
Að innan telur eignin forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og gestasnyrtingu. Gegnheilt eikar parket er á gólfum í alrýmum og svefnherbergjum. Flísalagt í votrýmum, eldhúsi og forstofu.
Bílskúr er rúmgóður með steyptu gólfi og góðri innkeyrsluhurð.
Garður er gróinn og sólpallur til suðurs.
Nánari lýsing:
Forstofa: Er rúmgóð með góðum fataskáp, ný úti hurð er í forstofu.
Eldhús: Er rúmgott í opnu alrými. Svört eldhús innrétting með góðu skápa plássi ásamt eldhúseyju. Nýjar flísar á gólfi.
Stofa: Er samliggjandi eldhúsi með eikar parketi á gólfi. Útgengt er útá sólpall til suðurs.
Baðherbergi: Er flíslagt í hólf og gólf með eikar innréttingu með handlaug. Upphengt salerni. Opin sturtuklefi með gleri og opnanlegur gluggi.
Gestasnyrting: Er inn af forstofu með flísum á gólfi, eikar innréttingu, upphengdu salerni og opnanlegum glugga.
Hjónaherbergi: Er með eikar parketi á gólfi og góðum fataskáp. Úr hjónaherbergi er úgengt útí bakgarð.
Svefnherbergi #1: Er með eikar parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi #2: Er með eikarparketi á gólfi og fataskáp.
Sjónvarpshol: Er í miðju hússins með eikar parketi á gólfi.
Þvottahús: Er rúmgott með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Úr þvottahúsi er innangengt inní bílskúr og einnig útgengt út í garð. Flísar á gólfi.
Þriggja fasa rafmagn er í bílskúr.
Möl er í bílaplani.
Parket var nýlega pússað og lakkað.
Gluggar/gler endurnýjað að hluta til og sólbekkir.
Ný útidyrahurð að framan.
Nýjar flísar inni í eldhúsi.
Hluti af eldhúsinnréttingu endurnýjað.
Nýjir gólflistar.
Stýring inn á gólfhita endurnýjað.
Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is
Góð staðsetning á Selfossi í vinsælu hverfi, stutt í leikskóla og skóla.
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.