Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir: Glæsilega stúdíóíbúð í þessu sögufræga húsi sem áður hýsti Þórscafé. Húsið var byggt árið 1953 en hefur frá árinu 2020 verið endurbyggt að hluta og mikið endurnýjað. Markmið hönnunarinnar var að hún tæki mið af þéttingu byggðar innan borgamarka. Íbúðir og útisvæði taka mið af þessari þróun og úr varð skemmtileg blanda af vel staðsettum fjölbreyttum smáíbúðum.
Nánari lýsing:
Íbúðin er falleg nútíma stúdíóíbúð þar sem hver fermetri er vel nýttur og hugað hefur verið að hverju smáatriði.
Eignin er öll vandlega innréttuð með HTH innréttingum og fataskápum, sem eru gráir að lit með mattri áferð.
Eldhús: Falleg innrétting með góðu skipulagi, með innbyggðri uppþvottavél.
Stofa: Opið og bjart rými með gólfsíðum gluggum útgengt á svalir.
Svefnrými: Góðir fataskápar, innbyggt rúm sem fylgir, svokallað Murphy Bed sem hægt er að fella upp að vegg,
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með vönduðum ítölskum flísum. Baðinnrétting frá HTH með innfelldum vaski, sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Sérgeymsla á jarðhæð.
Sameign: Vagna- og hjólageymsla, veislusalur, og sameiginlegt þvottahús með stórum vélum, íbúum að kostnaðarlausu.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/06/2022 | 15.800.000 kr. | 43.700.000 kr. | 49.6 m2 | 881.048 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
105 | 56.2 | 59,9 | ||
105 | 61.9 | 61,9 | ||
105 | 57.1 | 61,9 | ||
105 | 67.6 | 57,9 | ||
105 | 69.2 | 61,9 |