ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Sjávarborg 4a, birt stærð 107.7 fm. Fimm herbergja endaraðhús, með aflokuðum sólpalli og heitum pott. Stutt í náttúruna. Aðeins um 10 mínútna akstur í Hafnarfjörð eða Reykjanesbæ. Vel skipulögð íbúð með fjórum svefnherbergjum. Aukin lofthæð er í húsinu ásamt golfsíðum gluggum sem hleypa góðri birtu inn í húsin.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.****- Fjögur svefnherbergi eitt af þeim er með svefnloft/geymsluloft en herbergið er notað sem geymsla í dag.
****- Innréttingar og gólfefni harðparket og flísar eru frá Parka viðbætur eru frá IKEA
****- Í eldhúsum er spanhelluborð, bakaraofn, innbyggð vifta, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti
****- Rafbílahleðsla
****- Gólfhiti með Danfoss stýrikerfi fyrir hvert rými
****- Heitur pottur og aflokaður sólpallur
Skipting eignarinnar: Forstofa, fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa og eldhús, baðherbergi, geymsla.Nánari lýsing:Flísalögð
forstofa með góðum forstofu skáp.
Bjart alrými með golfsíðum gluggum, rýmið saman stendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Búið er að stúka af eldhús og stofu með innréttingum.
Eldhúsið er ljósgrátt með Quartz borðplötu að hluta, innbyggðum ísskáp með frysti og uppþvottavél.
Fjögur svefnherbergi með fataskápum og eru þeir í sama lit og eldhúsið og tóna því vel saman.
Baðherbergið er flísalagt með 60x60 cm flísum, sturtu og upphengdu salerni. Baðherbergisinnréttingin er hvítháglans og aðstaða er fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsluloft er inn af einu af svefnherbergjanna en þar er stigi upp, rýmið er rúmgott og væri hægt að nýta í ýmsa hluti. Rýmið nær yfir geymslu og baðherbergi.
Lóðin er fullfrá gengin með aflokuðum stórum palli með heitum pott ásamt geymsluskúr sem í er rafmagn. Stéttir og bílastæði við aðkomuhlið íbúða eru hellulögð og snjóbræðsla í gangstéttum.
Á lóð er skúr í eigu húsfélagsins í lengjunni. Er hann ætlaður fyrir sláttuvél og orf og hjól.
Verið velkomin í Grænabyggð – Vogum — þar sem lífsgæði mæta náttúrunni!
Í hjarta fjölskylduvæns hverfis í sveitafélaginu Vogar bíður þessi fallega íbúð eftir nýjum eigendum. Grænabyggð og samfélagið státar af öflugri menntun fyrir börn og ungmenni, með áformum um nýjan leikskóla og stækkun grunnskóla á svæðinu. Íþróttafélagið Þróttur býður upp á fjölbreytt tómstundastarf og nálægð við strandlengju, gönguleiðir og golfvöll gefur færi á heilbrigðum lífsstíl allt árið um kring. Aðeins er um 10 – 15 mínútna akstur á höfðuborgarsvæðið, Bláa lónið og Keflavíkurflugvöll. Þetta er tækifæri til að fjárfesta í framtíðinni — bæði fyrir heimilið og lífið sjálft. Vertu í sambandi við okkur og bókaður skoðun, ALLT fyrir þig.Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 62, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 3.800.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.