Fasteignaleitin
Skráð 5. jan. 2026
Deila eign
Deila

Dýjagata 4

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
224.4 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
199.900.000 kr.
Fermetraverð
890.820 kr./m2
Fasteignamat
180.850.000 kr.
Brunabótamat
132.500.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2019
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2505378
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Forsteypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Frá því að húsið var byggt
Þak
Frá því að húsið var byggt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Dýjagata 4 Garðabæ - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilegt og vel skipulagt 224,4 fermetra raðhús með bílskúr við Dýjagötu 4 í Garðabæ. Um er að ræða frábæra staðsetningu í Urriðaholti í Garðabæ þar sem glæsilegs útsýnis nýtur að Urriðavatni og víðar.

Húsið, sem er á tveimur hæðum, er með fjögur svefnherbergi (öll stór), sjónvarpsstofu, stóru alrými sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Tvennar svalir eru á húsinu með afar fallegu útsýni að Urriðavatni. Rúmgóðar hellulagðar verandir til suðurs og norðurs og heitum pottur í bakgarði. Tvö baðherbergi á sitthvorri hæðinni og stórt þvottaherbergi/geymsla. 

Húsið er hið vandaðasta með aukinni lofthæð í öllu húsinu, hljóðdúk á efri hæð og gólfhitakerfi á báðum hæðum. ABB Free Home ljósastýring í húsinu. Innfelld lýsing í loftum og dimmerar á öllum ljósum. Falleg kvöldlýsing við stiga á milli hæða. Vönduð eldhústæki og blöndunartæki eru í húsinu.

Staðsetning hússins er afar góð í einni af fallegri götum höfuðborgarsvæðisins. Glæsilegar göngu- og hjólaleiðir í kringum Urriðavatn og stutt í fallega stíga í Heiðmörk. Stutt í alla verslun og þjónustu, leikskóla og grunnskóla. Einn glæsilegasti golfvöllur landsins, hjá Golfklúbbinum Oddi, í næsta nágrenni.

Fasteignamat ársins 2026 er kr. 180.850.000,-

Nánari lýsing.
Neðri hæð:

Forstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi og góðum skápum. Innfelld lýsing í lofti.
Svefnherbergi I: Er stórt, með harðparketi á gólfi og skápum. Gluggar til suðurs og innfelld lýsing í loftum.
Sjónvarpsstofa: Er rúmgóð, með harðparketi á gólfi og innfelldri lýsingu í lofti.
Verönd: Er rúmgóð, afgirt og hellulögð með heitum potti. 
Svefnherbergi II: Er stórt, með harðparketi á gólfi og skápum. Gluggar til suðurs og innfelldri lýsingu í lofti. Útgengi úr herbergi á hellulagða verönd til suðurs.
Svefnherbergi III: Er stórt og með harðparketi á gólfi. Gluggar til norðurs inn í bakgarð hússins og innfelld lýsing í loftum.
Baðherbergi I: Er flísalagt í gólf og veggi. Baðkar með sturtutækjum. Flísalögð sturta með glerþili og vönduðum innbyggðum Grohe blöndunartækjum. Góð innrétting við vask, upphengt salerni og handklæðaofn. Innfelld lýsing í loftum og opnanlegur gluggi til norðurs.
Þvottaherbergi/geymsla: Er rúmgott með flísum á gólfi. Vegleg innrétting með góðu skápaplássi. Upphækkun undir þvottavél og þurrkara, hillur, vinnuborð og vaskur.

Efri hæð: Gengið er upp fallegan steyptan stiga með harðparketi á gólfi og glerhandriði.
Stofa: Er stór með harðparketi á gólfi og mikilli lofthæð. Hljóðdúkur og innfelld lýsing í loftum. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Stórir gólfsíðir gluggar til suðurs og norðurs. Útgengi á tvennar svalir sem snúa annars vegar til suðurs og hins vegar til norðurs með afar fallegu útsýni.
Svalir I: Eru rúmgóðar og snúa til suðurs. Fallegt útsýni að Heiðmörk, Skarðshlíð og víðar.
Svalir II: Eru rúmgóðar og snúa til norðvesturs inn bakgarð hússins með afar fallegu útsýni að Urriðavatni, yfir Hafnarfjörð og víðar.
Eldhús: Er afar fallegt með harðparketi á gólfi og AXIS eldhúsinnréttingu með eyju. Góður tækjaskápur í innréttingu. Tveir AEG ofnar, AEG kæliskápur og AEG frystiskápur. Innbyggð AEG uppþvottavél og AEG spansuðuhelluborð. Gólfsíðir gluggar til norðvesturs með fallegu útsýni.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, með harðparketi á gólfi og góðum skápum. Gluggar til suðurs og innfelld lýsing í lofti. Baðherbergi II er staðsett inn af hjónaherbergi en möguleiki er að loka á milli með rennihurð og nýtist þá baðherbergi II sem gestabaðherbergi fyrir efri hæð.
Baðherbergi II: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili og innbyggðum Grohe blöndunartækjum. Falleg innrétting við vask, upphengt salerni, handklæðaofn og innfelld lýsing í loftum.

Bílskúr: er 24,4 fm. með heitu og köldu vatni, vaskur, epoxy gólfi og rafmagnsopnun á bílskúrshurð. Aukin lofthæð er yfir bílskúr.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað við Urriðaholt í Garðabæ þaðan sem stutt er í skóla og leikskóla, golfvöllur Odds auk verslunar og þjónustu. Fallegar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali og lögfræðingur í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/10/201953.200.000 kr.77.500.000 kr.224.4 m2345.365 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026
Byggt 2019
24.4 m2
Fasteignanúmer
2505378
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.100.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Holtsvegur 25 Þakíbúð
IMG_3888.JPG
Holtsvegur 25 Þakíbúð
210 Garðabær
181.8 m2
Fjölbýlishús
423
1015 þ.kr./m2
184.500.000 kr.
Skoða eignina Kinnargata 42
Bílskúr
Skoða eignina Kinnargata 42
Kinnargata 42
210 Garðabær
249.3 m2
Raðhús
534
796 þ.kr./m2
198.500.000 kr.
Skoða eignina Vorbraut 45
Bílskúr
Skoða eignina Vorbraut 45
Vorbraut 45
210 Garðabær
229.5 m2
Raðhús
53
863 þ.kr./m2
198.000.000 kr.
Skoða eignina Vorbraut 41
Bílskúr
Skoða eignina Vorbraut 41
Vorbraut 41
210 Garðabær
228.3 m2
Raðhús
53
867 þ.kr./m2
198.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin