Fasteignaleitin
Skráð 21. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hryggjarás 13

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
214.5 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
119.800.000 kr.
Fermetraverð
558.508 kr./m2
Fasteignamat
18.950.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2024
Þvottahús
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2523379
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Forsteypt
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
0 - Úthlutað
Lögheimili Eignamiðlun og Heimir Bergmann Löggiltur Fasteigngasali kynna í einkasölu.  Hryggjarás 13. 221 Hafnarfirði.  214,5 m2  Fokhelt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr úr forsteyptum einingum með timburþaki.  Lóðin verður grófjöfnuð.

Þetta er sannkallað fjölskylduhús og er innra skipulag mjög gott.


Nánari lýsing:
Anddyri, gestasnyrting, svefnherbergi, stórt og opið stofu-, borðstofu- og eldhúsrými. Fallegt útsýni og fín verönd.   Glæsilega hjónaálma með sér baði og fataherbergi, þrjú fín svefnherbergi, stórt baðherbergi.

Húsið er reist á steinsteypta sökkla og steinsteypta plötu. Útveggir eru úr forsteyptum,  einangruðum samlokueiningum. Berandi innveggir eru úr forsteyptum einingum.
Húsið verður grundað á klöpp/þjappaða fyllingu.
Þakvirki er úr 45 x 220 mm timbursperrum sem hvíla á útveggjum og steyptum innveggjum. Þaksperrur eru einnig að hluta bornar uppi með límtrésbitum sem festir eru í berandi inn- og útveggi.
Húsið flokkast í A flokk hvað varðar svignun burðarvirkja.
Þak: Ofan á timbursperrur kemur gufuopin öndunardúkur (losar raka upp) sem ersérstaklega ætlaður undir lektað þak, ofan á sperru samsíða þakhalla koma 21x45 mm
lektur, þar yfir þvert á þakhalla 34x95 mm lektur og svo báruð málmklæðning svört/dökkgráa að lit.
Þakkantar eru klæddir með sléttri álklæðningu, litur svart/dökkgrátt. Undir þakköntum er loftbil sem tryggir loftun yfir þakeinangrun.
Gluggar og útihurðar eru úr timbri með álkápu. Gler er þrefalt k- einangrunargler. Litur glugga og hurða er svart/dökkgrátt að utan og hvítt að innan. Gluggar og hurðar frá Velfac. 
Bílskúrshurð er úr einangrunarfylltum álpanelum, litur svart/dökkgrátt.
Lóðarstærð 636,2 m²

Afhending  í nóv/des. 2024

Kaupandi greiði inntök og
 skipulagsgjald 0,3% af brunbótarmati þegar það verður lagt á.


Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann Löggiltur Fasteigna og skipasali í síma 630- 9000 og tölvupóstur: heimir@logheimili.is Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 17 ára starfi við fasteignasölu á Íslandi. Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Dalsás 12
Bílastæði
Skoða eignina Dalsás 12
Dalsás 12
221 Hafnarfjörður
167.6 m2
Fjölbýlishús
413
655 þ.kr./m2
109.800.000 kr.
Skoða eignina Hádegisskarð 8
Bílskúr
Skoða eignina Hádegisskarð 8
Hádegisskarð 8
221 Hafnarfjörður
169 m2
Hæð
523
760 þ.kr./m2
128.400.000 kr.
Skoða eignina Bjargsskarð 2
Bílskúr
Skoða eignina Bjargsskarð 2
Bjargsskarð 2
221 Hafnarfjörður
203.3 m2
Hæð
413
639 þ.kr./m2
130.000.000 kr.
Skoða eignina Bjargsskarð 2
Skoða eignina Bjargsskarð 2
Bjargsskarð 2
221 Hafnarfjörður
166.7 m2
Hæð
413
660 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin